Innlent

Wu­han-veiran og öldrun þjóðarinnar í Víg­línunni

Eiður Þór Árnason skrifar

Wuhan-veiran svokallaða, nýtt afbrigði af kórónaveiru, hefur haft víðtæk áhrif í Kína og er þegar tekin að breiðast út víðar um heim. Tilfelli veirunnar hafa ekki komið upp hér á landi en í Víglínunni í dag ræðir Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður við Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumann bráðaþjónustu Landspítalans, um það hvernig bráðamóttakan og íslenskt heilbrigðiskerfi er í stakk búið til að bregðast við ef til þess kæmi. Þau ræða jafnframt stöðuna á bráðamóttökunni og þá vinnu sem nú stendur yfir til að bregðast við þeirri erfiðu stöðu sem þar hefur verið uppi.

Þá verða einnig gestir þáttarins þau Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar og ræða öldrun þjóðarinnar, stöðu hjúkrunarheimilanna og nýjan og umdeildan samning Sjúkratrygginga Íslands við Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Víglínan hefst klukkan 17:40 á Stöð 2 í opinni dagskrá og hér á Vísi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.