Lífið

Stjörnum prýtt Kópavogsblót

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gríðarlega vel heppnað Kópavogsblót.
Gríðarlega vel heppnað Kópavogsblót.

Kópavogsblótið var haldið með pompi og prakt í Fífunni á föstudagskvöldið en um var að ræða sameiginlegat þorrablót HK, Breiðabliks og Gerplu.

Blótið var haldið í Fífunni en veislustjórar voru þeir Logi Bergmann og Rúnar Freyr. Saga Garðarsdóttir var ræðumaður kvöldsins og Björn Bragi Arnarson fór með uppistand.

Stuðlabandið lék svo fyrir dansi fram á rauða nótt. Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir frá blótinu sem Gunnar Leifur Jónasson tók.

Jóhannes Ásbjörnsson og Helgi Sigurðsson mættu í góðu glensi. Jóhannes mætti ásamt eiginkonu sinni Ólínu Jóhönnu Gísladóttur sem er næstlengst til hægri.
Regína Ósk og Svenni Þór mættu með vinum.
Mikael Nikulásson, Heiðrún Lind, Hjörvar Hafliðason, Gylfi Þór Gylfason og Egill Einarsson létu sig ekki vanta.
Ríkharð Óskar Guðnason og Valdís Unnarsdóttir skemmtu sér vel.
Hjónin Ármann Kr Ólafsson og Hulda Guðrún Pálsdóttir voru glöð á föstudagskvöldið.
Hildur Einarsdóttir, Gunnleifur Gunnleifsson, Adrian Sabido, Rakel Ásgeirsdóttir og Ásthildur Helgadóttir voru í góðum fíling í Fífunni. Adrian Sabido klæddist fallegri og litskrúðugri skyrtu og stelur algjörlega senunni á þessari mynd.
Hjónin Ívar Guðmundsson og Dagný Dögg Bæringsdóttir mættu ásamt Sigrún Bend­er og Baldri Rafni Gylfa­syni.
Willum Þór Þórsson lét sig ekki vanta.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.