Fótbolti

Stelpurnar fara á mót á Spáni í staðinn fyrir Algarve-mótið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stelpurnar fara til Spánar í mars.
Stelpurnar fara til Spánar í mars. vísir/bára

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tekur þátt í móti á Pinatar á Spáni í mars. 

Þetta mót kemur í staðinn fyrir Algarve-mótið hjá íslenska liðinu. Ísland hefur farið til Algarve undanfarin ár en fékk ekki sæti á mótinu í ár.

Á mótinu á Pinatar í mars mætir Ísland Norður-Írlandi, Skotlandi og Úkraínu.

Ísland mætir Norður-Írlandi 4. mars, Skotlandi 7. mars og Úkraínu 10. mars.

Mótið á Spáni er liður í undirbúningi Íslands fyrir næstu leiki þess í undankeppni EM 2021 í apríl. Þá mætir Ísland Slóvakíu og Ungverjalandi ytra.

Ísland er með fullt hús í F-riðli undankeppninnar, líkt og Svíþjóð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.