Fótbolti

Stelpurnar fara á mót á Spáni í staðinn fyrir Algarve-mótið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stelpurnar fara til Spánar í mars.
Stelpurnar fara til Spánar í mars. vísir/bára

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tekur þátt í móti á Pinatar á Spáni í mars. 

Þetta mót kemur í staðinn fyrir Algarve-mótið hjá íslenska liðinu. Ísland hefur farið til Algarve undanfarin ár en fékk ekki sæti á mótinu í ár.

Á mótinu á Pinatar í mars mætir Ísland Norður-Írlandi, Skotlandi og Úkraínu.

Ísland mætir Norður-Írlandi 4. mars, Skotlandi 7. mars og Úkraínu 10. mars.

Mótið á Spáni er liður í undirbúningi Íslands fyrir næstu leiki þess í undankeppni EM 2021 í apríl. Þá mætir Ísland Slóvakíu og Ungverjalandi ytra.

Ísland er með fullt hús í F-riðli undankeppninnar, líkt og Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×