Lífið

Lögin sem komast áfram á seinna undankvöldinu að mati Wiwi-bloggs

Stefán Karlsson skrifar
William og Deban þekkja keppnina inn og út.
William og Deban þekkja keppnina inn og út.

Nú þegar komið er í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2020 eru sérfræðingarnir farnir að gera sér mat úr lögunum. 10 lög keppa í ár og keppnin hefst þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 8. febrúar en þá munu fyrri fimm lögin keppa.

Seinni undanúrslitin fara fram 15. febrúar en þá verða seinni fimm lögin flutt.

Þeir William og Deban hjá virtu Eurovision-bloggsíðunni wiwi-bloggs hafa nú gefið út myndband á YouTube þar sem þeir fóru yfir seinni riðilinn.

Lögin sem verða flutt í þeim riðli eru:

Gagnamagnið / Think about things

Flytjendur: Daði og Gagnamagnið

Lag, íslenskur og enskur texti: Daði Freyr

Fellibylur

Flytjandi: Hildur Vala

Lag: Hildur Vala og Jón Ólafsson

Texti: Bragi Valdimar Skúlason

Oculis Videre

Flytjandi: Iva

Lag og íslenskur texti: Íva Marín Adrichem og Richard Cameron

Enskur Texti: Richard Cameron

Dreyma

Flytjandi: Matti Matt

Lag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson

Texti: Matthías Matthíasson

Ekkó / Echo

Flytjandi: Nína

Lag: Þórhallur Halldórsson og Sanna Martinez

Texti: Þórhallur Halldórsson og Einar Bárðarson

Enskur texti: Þórhallur Halldórsson, Christoph Baer, Donal Ryan og Sanna Martinez.

Lögin sem þeir telja að fari áfram úr þessum riðli eru lögin Oculis Videre með Ívu Marín og Daði Freyr með lagið Gagnamagnið.


Tengdar fréttir

Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2020

Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2020. 10 lög keppa í ár og keppnin hefst þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 8. febrúar en þá munu fyrri fimm lögin keppa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×