Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2020 Stefán Árni Pálsson skrifar 18. janúar 2020 16:15 Virkilega fjölbreyttur hópur í ár. Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2020. 10 lög keppa í ár og keppnin hefst þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 8. febrúar en þá munu fyrri fimm lögin keppa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Seinni undanúrslitin fara fram 15. febrúar en þá verða seinni fimm lögin flutt. Tvö lög úr hvorri undankeppni komast áfram í úrslitin í gegnum símakosningu almennings. Það verða því fjögur lög sem keppa til úrslita í Laugardalshöll 29. febrúar þegar framlag Íslands til Eurovision söngvakeppninnar verður valið. Framkvæmdastjórn keppninnar hefur þó sem fyrr möguleika á að bæta við einu lagi í úrslitin, svokölluðu wildcard eða „Eitt lag enn” eins og það er kallað í keppninni. Sömu kynnar Kynnar í keppninni verða þau Björg Magnúsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. Boðið verður upp á skemmtiatriði á öllum viðburðunum og von er á erlendu Eurovision-atriði í úrslitinum í Höllinni. Tilkynnt verður um það á næstu dögum. Almenningi gefst sem fyrr kostur á að vera á staðnum en miðasala hefst fimmtudaginn 23. janúar á tix.is. Undanfarin ár hefur skapast mikil fjölskyldustemmning á viðburðunum sjálfum en í ár munu þeir Gunni og Felix hita áhorfendur í sal upp. Undanúrslitin og úrslitin verða í beinni útsendingu á RÚV. Margir þekktir flytjendur taka þátt í ár í bland við upprennandi söngstjörnur sem eru að stíga sín fyrstu skref í tónlistarbransanum. Í reglum keppninnar segir að í undanúrslitum verði lagið að vera flutt á íslensku en í úrslitunum megi höfundur ráða hvort það verður á íslensku eða á öðru tungumáli. Í keppninni í ár hafa 4 höfundar ákveðið að hafa lögin sín áfram á íslensku komist þau í úrslit, en hinir 6 höfundarnir munu láta flytja sín lög á ensku. Hér að neðan má sjá enskan titil lagsins aftan við þann íslenska þegar svo á við Taka með sér atkvæðin Fyrirkomulagið á úrslitakvöldinu verður eins og á síðasta ári. Símakosningin verður á sínum stað og vegur hún 50 prósent á móti alþjóðlegri dómnefnd. Komist lögin í úrslitaeinvígið taka þau með sér þau atkvæði sem þau fengu áður í símakosningunni. Hér að neðan má sjá hvaða keppendur taka þátt í Söngvakeppninni 2020. Fyrri undanúrslit í Háskólabíói - 8. febrúar ÆvintýriFlytjandi: Kid IsakLag: Þormóður Eiríksson, Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian PatrekssonTexti: Þormóður Eiríksson og Kristinn Óli HaraldssonAugun þín / In your eyesFlytjandi: Brynja MaryLag: Brynja Mary Sverrisdóttir og Lasse QvistTexti: Kristján HreinssonEnskur texti: Brynja Mary Sverrisdóttir AlmyrkviFlytjandi: DIMMALag: DIMMATexti: Ingó Geirdal Elta þig / HauntingFlytjandi: ElísabetLag: Elísabet Ormslev og Zoe Ruth ErwinTexti: Daði FreyrEnskur texti: Zoe Ruth ErwinKlukkan tifar / Meet me halfwayFlytjendur: Ísold og HelgaLag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már JónssonTexti: Stefán HilmarssonEnskur texti: Birgir Steinn Stefánsson, Ragnar Már Jónsson og Stefán HilmarssonSeinni undanúrslit í Háskólabíói - 15. febrúar Gagnamagnið / Think about thingsFlytjendur: Daði og GagnamagniðLag, íslenskur og enskur texti: Daði FreyrFellibylurFlytjandi: Hildur ValaLag: Hildur Vala og Jón ÓlafssonTexti: Bragi Valdimar SkúlasonOculis VidereFlytjandi: IvaLag og íslenskur texti: Íva Marín Adrichem og Richard CameronEnskur Texti: Richard CameronDreymaFlytjandi: Matti MattLag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már JónssonTexti: Matthías MatthíassonEkkó / EchoFlytjandi: NínaLag: Þórhallur Halldórsson og Sanna MartinezTexti: Þórhallur Halldórsson og Einar BárðarsonEnskur texti: Þórhallur Halldórsson, Christoph Baer, Donal Ryan og Sanna Martinez Eurovision Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2020. 10 lög keppa í ár og keppnin hefst þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 8. febrúar en þá munu fyrri fimm lögin keppa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Seinni undanúrslitin fara fram 15. febrúar en þá verða seinni fimm lögin flutt. Tvö lög úr hvorri undankeppni komast áfram í úrslitin í gegnum símakosningu almennings. Það verða því fjögur lög sem keppa til úrslita í Laugardalshöll 29. febrúar þegar framlag Íslands til Eurovision söngvakeppninnar verður valið. Framkvæmdastjórn keppninnar hefur þó sem fyrr möguleika á að bæta við einu lagi í úrslitin, svokölluðu wildcard eða „Eitt lag enn” eins og það er kallað í keppninni. Sömu kynnar Kynnar í keppninni verða þau Björg Magnúsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. Boðið verður upp á skemmtiatriði á öllum viðburðunum og von er á erlendu Eurovision-atriði í úrslitinum í Höllinni. Tilkynnt verður um það á næstu dögum. Almenningi gefst sem fyrr kostur á að vera á staðnum en miðasala hefst fimmtudaginn 23. janúar á tix.is. Undanfarin ár hefur skapast mikil fjölskyldustemmning á viðburðunum sjálfum en í ár munu þeir Gunni og Felix hita áhorfendur í sal upp. Undanúrslitin og úrslitin verða í beinni útsendingu á RÚV. Margir þekktir flytjendur taka þátt í ár í bland við upprennandi söngstjörnur sem eru að stíga sín fyrstu skref í tónlistarbransanum. Í reglum keppninnar segir að í undanúrslitum verði lagið að vera flutt á íslensku en í úrslitunum megi höfundur ráða hvort það verður á íslensku eða á öðru tungumáli. Í keppninni í ár hafa 4 höfundar ákveðið að hafa lögin sín áfram á íslensku komist þau í úrslit, en hinir 6 höfundarnir munu láta flytja sín lög á ensku. Hér að neðan má sjá enskan titil lagsins aftan við þann íslenska þegar svo á við Taka með sér atkvæðin Fyrirkomulagið á úrslitakvöldinu verður eins og á síðasta ári. Símakosningin verður á sínum stað og vegur hún 50 prósent á móti alþjóðlegri dómnefnd. Komist lögin í úrslitaeinvígið taka þau með sér þau atkvæði sem þau fengu áður í símakosningunni. Hér að neðan má sjá hvaða keppendur taka þátt í Söngvakeppninni 2020. Fyrri undanúrslit í Háskólabíói - 8. febrúar ÆvintýriFlytjandi: Kid IsakLag: Þormóður Eiríksson, Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian PatrekssonTexti: Þormóður Eiríksson og Kristinn Óli HaraldssonAugun þín / In your eyesFlytjandi: Brynja MaryLag: Brynja Mary Sverrisdóttir og Lasse QvistTexti: Kristján HreinssonEnskur texti: Brynja Mary Sverrisdóttir AlmyrkviFlytjandi: DIMMALag: DIMMATexti: Ingó Geirdal Elta þig / HauntingFlytjandi: ElísabetLag: Elísabet Ormslev og Zoe Ruth ErwinTexti: Daði FreyrEnskur texti: Zoe Ruth ErwinKlukkan tifar / Meet me halfwayFlytjendur: Ísold og HelgaLag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már JónssonTexti: Stefán HilmarssonEnskur texti: Birgir Steinn Stefánsson, Ragnar Már Jónsson og Stefán HilmarssonSeinni undanúrslit í Háskólabíói - 15. febrúar Gagnamagnið / Think about thingsFlytjendur: Daði og GagnamagniðLag, íslenskur og enskur texti: Daði FreyrFellibylurFlytjandi: Hildur ValaLag: Hildur Vala og Jón ÓlafssonTexti: Bragi Valdimar SkúlasonOculis VidereFlytjandi: IvaLag og íslenskur texti: Íva Marín Adrichem og Richard CameronEnskur Texti: Richard CameronDreymaFlytjandi: Matti MattLag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már JónssonTexti: Matthías MatthíassonEkkó / EchoFlytjandi: NínaLag: Þórhallur Halldórsson og Sanna MartinezTexti: Þórhallur Halldórsson og Einar BárðarsonEnskur texti: Þórhallur Halldórsson, Christoph Baer, Donal Ryan og Sanna Martinez
Eurovision Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira