Innlent

„Sú gula lætur sjá sig syðra“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er kalt á landinu þessa dagana, él fyrir norðan en bjartviðri syðra.
Það er kalt á landinu þessa dagana, él fyrir norðan en bjartviðri syðra. vísir/vilhelm

Það verður fremur hæg norðlæg átt í dag og á morgun að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Það er spá éljum um norðanvert landið „en sú gula lætur sjá sig syðra.“

Þá er kalt í veðri og frost um mest allt land. Mesta frost sem mældist í nótt var 16 stig á Þingvöllum en sums staðar við sjávarsíðuna má búast við að verði frostlaust.

„Næstu daga eru fremur hægar og kaldar norðlægar áttir ríkjandi með dálitlum éljum, en þurru og björtu veðri á sunnanverðu landinu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
 
Veðurhorfur á landinu:

Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s en norðaustan 8-13 norðvestan til. Él um norðanvert landið, einkum við ströndina, en víða léttskýjað syðra. Norðan 8-13 m/s annað kvöld. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Á fimmtudag:
Norðaustan 8-13 á Vestfjörðum en hægari norðlæg átt annarsstaðar. Skýjað um norðanvert landið og dálítil él með ströndinni, en þurrt og bjart sunnantil. Frost víða 1 til 10 stig, mest inn til landsins.

Á föstudag:
Norðlæg átt 5-13 m/s, hvassast norðaustantil. Él einkum norðaustanlands, en bjartviðri um sunnanvert landið. Frost um land allt.

Á laugardag:
Hæg norðlæg átt, þurrt og víða bjart, en norðavestan 8-13 og dálítil él norðaustantil á landinu. Herðir á frosti.

Á sunnudag:
Hæg suðlæg átt og bjart með köflum en dálítil snjókoma suðaustanlands. Áfram kalt í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.