Óttast var um björgunarsveitarmann eftir að snjóflóð féll þegar leit var lokið Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2020 19:54 Maður sem grófst undir snjóflóði í Esju skömmu eftir hádegi í dag var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Varhugaverðar aðstæður voru til leitar vegna snjóflóðahættu. Snjóflóðið féll við gönguleið upp á Móskarðshnjúka um hádegisbilið í dag. Þrír menn höfðu verið á göngu á svæðinu þegar snjóflóðið féll og einn þeirra grófst undir. Allt tiltækt til á suðvesturhorninu var kallað út. „Við fáum tilkynningu um að snjóflóð hafi fallið. Þar hafi verið tveir menn saman og einn þeirra fastur,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Göngufélaginn lét vita og síðan var þriðji aðili hérna niðri sem kom boðum til okkar og það var ræst út allt björgunarlið. Maðurinn fannst eftir klukkutíma en þá átti eftir að grafa hann upp. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Egill „Það tók þó nokkurn tíma,“ segir Kristján. „Ég geri mér ekki grein fyrir því hve margar mínútur en þær voru tíu, tuttugu mínútur, eflaust, þegar við náðum honum upp úr flóðinu.“ Mennirnir tveir sem voru með manninum sem grófst undir voru fluttir með minniháttar áverka á sjúkrahús. Aðstæður til leitar voru erfiðar. Þó svo að veður hefði verið ágætt þurfti að huga að lausum snjóalögum. Veðurstofa Íslands hafði gefið út viðvörun vegna snjóflóða til fjalla á suðvesturhorninu. „Í svona verkefni skráum við inn alla sem fara upp á fjallið. Allir eru með búnað á sér, svona ýlu, svo við getum fundið þá. Núna er okkar verkefni að taka á móti leitarmönnum, sem eru kaldir og hraktir eftir þetta. Það var kalt þarna uppi.“ Og það var ekki að ástæðulausu að skrá þurfti alla björgunarmenn sem fóru á leitarsvæðið. Þegar leit var lokið féll snjóflóð og var óttast um björgunarsveitarmann um stund. Sá slapp hins vegar frá flóðinu og var ákveðið að fresta frekari rannsóknarvinnu á vettvangi. „Við ætlum ekki að fórna lífum eða stefna mönnum í hættu.“ Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Maðurinn sem grófst í snjóflóðinu fluttur á Landspítalann Þá hefur lið frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins einnig verið kallað út. 29. janúar 2020 12:42 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Maður sem grófst undir snjóflóði í Esju skömmu eftir hádegi í dag var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Varhugaverðar aðstæður voru til leitar vegna snjóflóðahættu. Snjóflóðið féll við gönguleið upp á Móskarðshnjúka um hádegisbilið í dag. Þrír menn höfðu verið á göngu á svæðinu þegar snjóflóðið féll og einn þeirra grófst undir. Allt tiltækt til á suðvesturhorninu var kallað út. „Við fáum tilkynningu um að snjóflóð hafi fallið. Þar hafi verið tveir menn saman og einn þeirra fastur,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Göngufélaginn lét vita og síðan var þriðji aðili hérna niðri sem kom boðum til okkar og það var ræst út allt björgunarlið. Maðurinn fannst eftir klukkutíma en þá átti eftir að grafa hann upp. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Egill „Það tók þó nokkurn tíma,“ segir Kristján. „Ég geri mér ekki grein fyrir því hve margar mínútur en þær voru tíu, tuttugu mínútur, eflaust, þegar við náðum honum upp úr flóðinu.“ Mennirnir tveir sem voru með manninum sem grófst undir voru fluttir með minniháttar áverka á sjúkrahús. Aðstæður til leitar voru erfiðar. Þó svo að veður hefði verið ágætt þurfti að huga að lausum snjóalögum. Veðurstofa Íslands hafði gefið út viðvörun vegna snjóflóða til fjalla á suðvesturhorninu. „Í svona verkefni skráum við inn alla sem fara upp á fjallið. Allir eru með búnað á sér, svona ýlu, svo við getum fundið þá. Núna er okkar verkefni að taka á móti leitarmönnum, sem eru kaldir og hraktir eftir þetta. Það var kalt þarna uppi.“ Og það var ekki að ástæðulausu að skrá þurfti alla björgunarmenn sem fóru á leitarsvæðið. Þegar leit var lokið féll snjóflóð og var óttast um björgunarsveitarmann um stund. Sá slapp hins vegar frá flóðinu og var ákveðið að fresta frekari rannsóknarvinnu á vettvangi. „Við ætlum ekki að fórna lífum eða stefna mönnum í hættu.“
Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Maðurinn sem grófst í snjóflóðinu fluttur á Landspítalann Þá hefur lið frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins einnig verið kallað út. 29. janúar 2020 12:42 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Maðurinn sem grófst í snjóflóðinu fluttur á Landspítalann Þá hefur lið frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins einnig verið kallað út. 29. janúar 2020 12:42