Innlent

Fær sex mánaða laun

Samúel Karl Ólason skrifar
Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/Vilhelm

Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín. Þetta kemur fram í frétt á vef Bæjarins Besta. Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi bæjarstjóri, segir það í samræmi við ákvæði í ráðningarsamningi Guðmundar.

Daníel segir enn fremur við BB að hann hafi verið í leyfi í átta mánuði og aðeins setið tvo bæjarráðsfundi að undanförnu. Því hafi hann varla haft neitt samstarf við Guðmund. Fregnir hafa borist af því að Guðmundi og Daníel hafi lent saman eftir bæjarstjórnarfund.

Hann segir ástæður brottfarar Guðmundar vera að meirihlutinn og Guðmundur hafi haft ólíka sýn. Ekki vildi hann gefa nánari skýringar á því.


Tengdar fréttir

Heldur ekki fullum launum út kjör­tíma­bilið

Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að hann komi ekki til með að halda fullum launum út kjörtímabilið. Starfslokasamningur hans bíður nú samþykktar bæjarstjórnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.