Innlent

Ungar stúlkur lentu í sjálfheldu í Eyvindará

Andri Eysteinsson skrifar
Egilsstaðir á góðviðrisdegi. Eyvindará hægra megin á myndinni.
Egilsstaðir á góðviðrisdegi. Eyvindará hægra megin á myndinni. Vísir/Vilhelm

Tvær stúlkur, ein ellefu ára og önnur tólf ára, lentu í vandræðum í Eyvindará á Egilsstöðum í dag.

Lögreglan á Austurlandi greinir frá málinu með Facebookfærslu og segir þá að skömmu fyrir klukkan 18 í kvöld hafi tilkynning borist um að stúlkurnar væri í vandræðum í ánni.

Höfðu þær verið að stökkva í ána, ásamt fjölda annarra líkt og tíðkast á góðviðrisdögum. Straumur árinnar hrifsaði þær þá með sér og bar stúlkurnar tvær niður að flúðum í ánni þar sem þær lentu í sjálfheldu.

Stúlkurnar sluppu með skrekkinn en foreldrar þeirra og nokkrir viðstaddir björguðu þeim úr ánni.

Mikið afrennsli er úr fjöllum á Austurlandi vegna hlýinda undanfarið og er Eyvindará, líkt og aðrar, því vatnsmikil um þessar mundir.

Lögreglan á Austurlandi endar þá færsluna á ráðleggingu.

“Höfum gaman en förum varlega”Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.