Innlent

Mögulega ökklabrotinn eftir hálkuslys í Hlíðunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ungi maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.
Ungi maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Vísir/vilhelm

Ungur maður rann í hálku á gangstétt í Hlíðunum í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Fossvogi. Í dagbók lögreglu segir að hann sé mögulega ökklabrotinn á vinstri fæti.

Tvær konur á þrítugsaldri voru handteknar í miðbæ Reykjavíkur um kvöldmatarleytið í gær grunaðar um þjófnað úr verslun. Starfsfólk verslunarinnar óskaði eftir aðstoð lögreglu.

Í dagbók lögreglu segir að konurnar hafi báðar verið í annarlegu ástandi og fíkniefni fundist í fórum þeirra. Þær voru handteknar eins og áður sagði og vistaðar í fangageymslu.

Alls bókaði lögregla 48 mál frá klukkan fimm í gær og þangað til fimm í morgun. Alls voru sex vistaðir í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×