Eini tveggja bursta steinbær landsins til sölu á 90 milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2020 14:30 Sérstaklega glæsilegt hús. myndir/fasteignaljosmyndun.is Stóraseli í Reykjavík er eini tveggja bursta steinbærinn sem eftir er í Reykjavík og er húsið til sölu á almennum markaði. Ásett verð er 89,5 milljónir og sér Eignamiðlun um söluferlið. Bærinn var byggður í tveimur áföngum árin 1884 og 1893, en áður hafði þar staðið torfbær um margra alda skeið. Bærinn stendur nú í bakgarði húsa við Holtsgötu, Ánanaust, Sólvallagötu og Framnesveg. Húsið hefur allt verið tekið í gegn en það var orðið ákaflega hrörlegt. Byrjað var að taka innan úr húsinu árið 2015 og stóðu svo yfir fornleifarannsóknir fram til ársins 2016. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, sagði í samtali við Vísi á síðasta ári að hann gerði ráð fyrir að tap Minjaverndar vegna verksins yrði um tuttugu milljónir. Alltaf hafi verið gert ráð fyrir tap á verkinu líkt og oft er þegar Minjavernd hefur við byggingum og hyggur á endurbætur. Minjavernd er hlutafélag þar sem íslenska ríkið og Reykjavíkurborg eiga bæði um 38 prósenta hlut, og sjálfseignarstofnunin Minjar um 23 prósenta hlut. Húsið er 150 fermetrar að stærð og eru í því þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi. Fasteignamat eignarinnar er 84 milljónir. Húsið var sem næst byggt í upprunalegum stíl. Gólfplata er steypt og er hiti í henni í forstofum, baðherbergi og arinstofu. Allar lagnir eru nýjar. Raflagnir endurnýjaðar. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni. Endurbyggingin heppnaðist vel. Haldið er í gamla útlitið í nýju hönnuninni. Skemmtilegt og bjart eldhús. Skemmtilegur stigagangur. Smekklegt baðherbergi. Svefnherbergin eru undir súð. Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Stóraseli í Reykjavík er eini tveggja bursta steinbærinn sem eftir er í Reykjavík og er húsið til sölu á almennum markaði. Ásett verð er 89,5 milljónir og sér Eignamiðlun um söluferlið. Bærinn var byggður í tveimur áföngum árin 1884 og 1893, en áður hafði þar staðið torfbær um margra alda skeið. Bærinn stendur nú í bakgarði húsa við Holtsgötu, Ánanaust, Sólvallagötu og Framnesveg. Húsið hefur allt verið tekið í gegn en það var orðið ákaflega hrörlegt. Byrjað var að taka innan úr húsinu árið 2015 og stóðu svo yfir fornleifarannsóknir fram til ársins 2016. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, sagði í samtali við Vísi á síðasta ári að hann gerði ráð fyrir að tap Minjaverndar vegna verksins yrði um tuttugu milljónir. Alltaf hafi verið gert ráð fyrir tap á verkinu líkt og oft er þegar Minjavernd hefur við byggingum og hyggur á endurbætur. Minjavernd er hlutafélag þar sem íslenska ríkið og Reykjavíkurborg eiga bæði um 38 prósenta hlut, og sjálfseignarstofnunin Minjar um 23 prósenta hlut. Húsið er 150 fermetrar að stærð og eru í því þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi. Fasteignamat eignarinnar er 84 milljónir. Húsið var sem næst byggt í upprunalegum stíl. Gólfplata er steypt og er hiti í henni í forstofum, baðherbergi og arinstofu. Allar lagnir eru nýjar. Raflagnir endurnýjaðar. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni. Endurbyggingin heppnaðist vel. Haldið er í gamla útlitið í nýju hönnuninni. Skemmtilegt og bjart eldhús. Skemmtilegur stigagangur. Smekklegt baðherbergi. Svefnherbergin eru undir súð.
Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira