Eini tveggja bursta steinbær landsins til sölu á 90 milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2020 14:30 Sérstaklega glæsilegt hús. myndir/fasteignaljosmyndun.is Stóraseli í Reykjavík er eini tveggja bursta steinbærinn sem eftir er í Reykjavík og er húsið til sölu á almennum markaði. Ásett verð er 89,5 milljónir og sér Eignamiðlun um söluferlið. Bærinn var byggður í tveimur áföngum árin 1884 og 1893, en áður hafði þar staðið torfbær um margra alda skeið. Bærinn stendur nú í bakgarði húsa við Holtsgötu, Ánanaust, Sólvallagötu og Framnesveg. Húsið hefur allt verið tekið í gegn en það var orðið ákaflega hrörlegt. Byrjað var að taka innan úr húsinu árið 2015 og stóðu svo yfir fornleifarannsóknir fram til ársins 2016. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, sagði í samtali við Vísi á síðasta ári að hann gerði ráð fyrir að tap Minjaverndar vegna verksins yrði um tuttugu milljónir. Alltaf hafi verið gert ráð fyrir tap á verkinu líkt og oft er þegar Minjavernd hefur við byggingum og hyggur á endurbætur. Minjavernd er hlutafélag þar sem íslenska ríkið og Reykjavíkurborg eiga bæði um 38 prósenta hlut, og sjálfseignarstofnunin Minjar um 23 prósenta hlut. Húsið er 150 fermetrar að stærð og eru í því þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi. Fasteignamat eignarinnar er 84 milljónir. Húsið var sem næst byggt í upprunalegum stíl. Gólfplata er steypt og er hiti í henni í forstofum, baðherbergi og arinstofu. Allar lagnir eru nýjar. Raflagnir endurnýjaðar. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni. Endurbyggingin heppnaðist vel. Haldið er í gamla útlitið í nýju hönnuninni. Skemmtilegt og bjart eldhús. Skemmtilegur stigagangur. Smekklegt baðherbergi. Svefnherbergin eru undir súð. Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Sjá meira
Stóraseli í Reykjavík er eini tveggja bursta steinbærinn sem eftir er í Reykjavík og er húsið til sölu á almennum markaði. Ásett verð er 89,5 milljónir og sér Eignamiðlun um söluferlið. Bærinn var byggður í tveimur áföngum árin 1884 og 1893, en áður hafði þar staðið torfbær um margra alda skeið. Bærinn stendur nú í bakgarði húsa við Holtsgötu, Ánanaust, Sólvallagötu og Framnesveg. Húsið hefur allt verið tekið í gegn en það var orðið ákaflega hrörlegt. Byrjað var að taka innan úr húsinu árið 2015 og stóðu svo yfir fornleifarannsóknir fram til ársins 2016. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, sagði í samtali við Vísi á síðasta ári að hann gerði ráð fyrir að tap Minjaverndar vegna verksins yrði um tuttugu milljónir. Alltaf hafi verið gert ráð fyrir tap á verkinu líkt og oft er þegar Minjavernd hefur við byggingum og hyggur á endurbætur. Minjavernd er hlutafélag þar sem íslenska ríkið og Reykjavíkurborg eiga bæði um 38 prósenta hlut, og sjálfseignarstofnunin Minjar um 23 prósenta hlut. Húsið er 150 fermetrar að stærð og eru í því þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi. Fasteignamat eignarinnar er 84 milljónir. Húsið var sem næst byggt í upprunalegum stíl. Gólfplata er steypt og er hiti í henni í forstofum, baðherbergi og arinstofu. Allar lagnir eru nýjar. Raflagnir endurnýjaðar. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni. Endurbyggingin heppnaðist vel. Haldið er í gamla útlitið í nýju hönnuninni. Skemmtilegt og bjart eldhús. Skemmtilegur stigagangur. Smekklegt baðherbergi. Svefnherbergin eru undir súð.
Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Sjá meira