Lífið

Meðlimur OMAM fluttur á spítala í Bangkok

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveitin Of Monsters and Men kom fram á tónleikum í Berlín 13. nóvember.
Sveitin Of Monsters and Men kom fram á tónleikum í Berlín 13. nóvember. vísir/getty

Íslenska sveitin Of Monsters and Men hefur þurft að afboða tónleika í Bangkok, Hong Kong, Tævan og Singapúr. Asíutúr OMAM er því lokið í bili.

Þetta kemur í tilkynningu frá sveitinni á Facebook. Sveitin mun þurfa að taka nokkurra vikna pásu frá tónleikaferðalaginu þar sem einn meðlimur bandsins var lagður inn á spítala í Bangkok.

Vefsíðan Coconuts.co fjallar um málið og þar kemur fram að einn meðlimur bandsins sé nú á sjúkrahúsi. Lesa má úr yfirlýsingu OMAM að ástæðan sé einfaldlega gríðarleg þreyta og álag.

Meðlimir OMAM eru þau Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, Ragnar Þórhallsson, Brynjar Leifsson, Arnar Rósenkranz Hilmarsson og Kristján Páll Kristjánsson.

Í einni athugasemd við yfirlýsingu OMAM á Facebook kemur fram að eftir að hætt var við tónleika fóru aðdáendur á bar og sungu lögin þeirra saman. Aðdáandinn birtir myndband með færslunni. Flestir óska þeim góðs gengis en sumir eru sárir og svekktir. 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×