Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Móðir ungs drengs sem er langveikur gagnrýnir heilbrigðisyfirvöld fyrir úrræðaleysi. Þau hafa leitað lausna í níu ár, án árangurs, en færsla sem móðirin skrifaði á Facebook í gær virðist hafa vakið athygli heilbrigðisyfirvalda. Við hittum mæðginin í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Þar fjöllum við líka um enn eina lægðina sem nú gengur yfir landið en hættustig er enn í gildi á Ísafirði vegna snjóflóðahættu og óvissustig er á öllum norðanverðum Vestfjörðum.

Tölvuþrjótar sem stálu Instagram-reikningi og stöðuvatn sem hefur breyst í sjávarlón eru líka á meðal umfjöllunarefna okkar, að ógleymdri skjaldbökunni Diego sem hefur leikið lykilhlutverk í að bjarga tegund sinni frá útrýmingu.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.