„Í dag erum við öll Vestfirðingar“ Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 15. janúar 2020 10:25 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíðinni í morgun. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sat fund í samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð í morgun með viðbragðsaðilum vegna snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og Suðureyri í gærkvöldi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sat einnig fundinn. Fréttastofa ræddi við Katrínu eftir fundinn sem sagði ljóst að þarna hefðu orðið miklar hamfarir og að tryggja yrði áfallahjálp fyrir alla íbúa á svæðunum. Hún sagði að á fundinum hefði verið farið stöðuna frá miðnætti. Það hefði legið fyrir að búið var að spá slæmu veðri. Mikilvægt var að búið var að senda varðskipið Þór vestur þannig að það gat brugðist við og ferjað björgunarsveitarmenn inn á Flateyri. „Allir viðbragðsaðilar hafa verið á fullu og það er verið að setja upp fjöldahjálparstöð eins og hefur komið fram. Það er ljóst auðvitað og ég held að ég tali fyrir hönd okkar allra að atburðirnir 1995 rifjast auðvitað upp fyrir okkur öllum og ég held að það sé ljóst að við verðum að tryggja áfallahjálp fyrir alla íbúa á svæðunum því þetta er auðvitað stórflóð, miklar hamfarir sem þarna hafa orðið, þótt það sé um leið mikil blessun að ekkert manntjón hafi orðið,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu laust fyrir klukkan 10 í morgun. 25 ár eru síðan tuttugu manns fórust í snjóflóði sem féll á Flateyri þann 26. október 1995. Þá sagði hún að enn yrði að hafa varann á því enn væri mjög vont veður. Áfram væri fylgst með stöðunni. „Það er erfitt að meta stöðuna í fjöllunum fyrr en það birtir þannig að þó að, eins og ég segi, ekkert manntjón hafi orðið þá er ekki tímabært að slaka á. Við þurfum að vera á vaktinni áfram. Síðan er alveg ljóst, og það mun auðvitað koma til kasta til réttra aðila, að það hefur orðið mikið eignatjón. Það verður auðvitað farið yfir það á réttum vettvangi í kjölfarið og ekki hægt að meta í raun og veru hvert það tjón er enn þá,“ sagði Katrín. Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sat fund í samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð í morgun með viðbragðsaðilum vegna snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og Suðureyri í gærkvöldi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sat einnig fundinn. Fréttastofa ræddi við Katrínu eftir fundinn sem sagði ljóst að þarna hefðu orðið miklar hamfarir og að tryggja yrði áfallahjálp fyrir alla íbúa á svæðunum. Hún sagði að á fundinum hefði verið farið stöðuna frá miðnætti. Það hefði legið fyrir að búið var að spá slæmu veðri. Mikilvægt var að búið var að senda varðskipið Þór vestur þannig að það gat brugðist við og ferjað björgunarsveitarmenn inn á Flateyri. „Allir viðbragðsaðilar hafa verið á fullu og það er verið að setja upp fjöldahjálparstöð eins og hefur komið fram. Það er ljóst auðvitað og ég held að ég tali fyrir hönd okkar allra að atburðirnir 1995 rifjast auðvitað upp fyrir okkur öllum og ég held að það sé ljóst að við verðum að tryggja áfallahjálp fyrir alla íbúa á svæðunum því þetta er auðvitað stórflóð, miklar hamfarir sem þarna hafa orðið, þótt það sé um leið mikil blessun að ekkert manntjón hafi orðið,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu laust fyrir klukkan 10 í morgun. 25 ár eru síðan tuttugu manns fórust í snjóflóði sem féll á Flateyri þann 26. október 1995. Þá sagði hún að enn yrði að hafa varann á því enn væri mjög vont veður. Áfram væri fylgst með stöðunni. „Það er erfitt að meta stöðuna í fjöllunum fyrr en það birtir þannig að þó að, eins og ég segi, ekkert manntjón hafi orðið þá er ekki tímabært að slaka á. Við þurfum að vera á vaktinni áfram. Síðan er alveg ljóst, og það mun auðvitað koma til kasta til réttra aðila, að það hefur orðið mikið eignatjón. Það verður auðvitað farið yfir það á réttum vettvangi í kjölfarið og ekki hægt að meta í raun og veru hvert það tjón er enn þá,“ sagði Katrín.
Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Sjá meira