Innlent

Flugeldasalan í ár á pari við söluna í fyrra

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Vísir/Baldur

Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasölu björgunarsveitanna hafa gengið vel í ár. Hún sé um það bil á pari við söluna í fyrra. „Sem er bara mun betra en það sem við þorðum að vona. Vegna þess að umræðan hefur ekkert endilega verið okkur í hag að okkur finnst. Sums staðar eitthvað aðeins niður en annars staðar upp þannig að á heildina litið teljum við að flugeldasalan núna sé mjög svipuð og hún var í fyrra,“ segir Þór.

Hann segir nýjar leiðir til fjáröflunar alltaf vera til skoðunar en í fyrra og í ár var til að mynda boðið upp á svokölluð rótarskot sem hafa gefist vel að sögn Þórs. „Það virðist vera að þjóðin hafi í rauninni enn einu sinni sýnt það að hún stendur á bakvið okkur þegar við þurfum á henni að halda og við erum gríðarlega, gríðarlega þakklát fyrir það.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×