Þarf að breyta Seðlabankanum til að koma starfsfólki fyrir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. janúar 2020 13:00 Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið eru nú ein stofnun sem starfar undir nafni seðlabankans. Ráðast þarf í breytingar á húsnæði Seðlabanka Íslands til að skapa rými fyrir allt starfsfólk nýrrar sameinaðar stofnunar. Fjármálaeftirlitið er ekki lengur til þar sem það sameinaðist seðlabankanum undir nafni Seðlabanka Íslands um áramótin. Ný lög um stofnunina tóku gildi í gær og samkvæmt þeim eru verkefni seðlabankans eðli málsins samkvæmt orðin heldur fleiri en áður. Sameinuð stofnun á meðal annars að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og fylgjast með starfsemi eftirlitsskyldra aðila. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir mest um skipulagsbreytingar í fyrsta kasti. Varaseðlabankastjórar verða þrír og er Unnur Gunnarsdóttir, sem hefur verið forstjóri Fjármálaeftirlitsins, ein þeirra. Þá mun fjármálastöðugleikanefnd mun taka ákvarðanir um þjóðhagsvarúð. „Helsti kosturinn er að núna verður bara ein stofnun sem verður í ábyrgð fyrir fjármálastöðugleika í landinu, sem þá fylgist með fjármálakerfinu frá öllum hliðum," segir Ásgeir og bætir við að samlegðaráhrifin séu einnig mikil varðandi mannauð. Þegar allir starfsmenn seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins eru taldir saman veðrur heildarfjöldi starfsmanna nýrrar stofnunar 290. Ásgeir segir von á einhverri hagræðingu. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Yfirlýst markmið þessarar sameiningar er ekki að fækka starfsfólki. Við erum í raun að auka skilvirkni í því starfi sem við erum að sinna. Það verður náttúrulega einhver breyting á því hvernig stofnunin starfar en það eru engar fjöldauppsagnir eða verulegar breytingar," segir Ásgeir. Starfsemin er enn rekin á tveimur stöðum; í Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg og við Katrínartún þar sem Fjármálaeftirlitið hefur verið til húsa. Stefnt er að því að sameina starfsemina alla í seðlabankanum og er undirbúningur að því hafinn. Ásgeir segir að skoðað hafi verið hvort stækka eigi seðlabankahúsið. Það verði þó væntanlega ekki gert á næstunni heldur verður reynt að nýta húsakostinn betur. „Það liggur fyrir að ef við ætlum að koma öllu þessu fólki fyrir í einu húsi þurfum við að fara í ákveðnar breytingar og endurskipulagningu á húsakostinum hér. Það mun taka einhvern tíma. Það er erfitt að segja nákvæmlega um hvaða tímaramma við erum að tala en það verður vonandi ekki innan margra ára," segir Ásgeir. Reykjavík Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Ráðast þarf í breytingar á húsnæði Seðlabanka Íslands til að skapa rými fyrir allt starfsfólk nýrrar sameinaðar stofnunar. Fjármálaeftirlitið er ekki lengur til þar sem það sameinaðist seðlabankanum undir nafni Seðlabanka Íslands um áramótin. Ný lög um stofnunina tóku gildi í gær og samkvæmt þeim eru verkefni seðlabankans eðli málsins samkvæmt orðin heldur fleiri en áður. Sameinuð stofnun á meðal annars að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og fylgjast með starfsemi eftirlitsskyldra aðila. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir mest um skipulagsbreytingar í fyrsta kasti. Varaseðlabankastjórar verða þrír og er Unnur Gunnarsdóttir, sem hefur verið forstjóri Fjármálaeftirlitsins, ein þeirra. Þá mun fjármálastöðugleikanefnd mun taka ákvarðanir um þjóðhagsvarúð. „Helsti kosturinn er að núna verður bara ein stofnun sem verður í ábyrgð fyrir fjármálastöðugleika í landinu, sem þá fylgist með fjármálakerfinu frá öllum hliðum," segir Ásgeir og bætir við að samlegðaráhrifin séu einnig mikil varðandi mannauð. Þegar allir starfsmenn seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins eru taldir saman veðrur heildarfjöldi starfsmanna nýrrar stofnunar 290. Ásgeir segir von á einhverri hagræðingu. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Yfirlýst markmið þessarar sameiningar er ekki að fækka starfsfólki. Við erum í raun að auka skilvirkni í því starfi sem við erum að sinna. Það verður náttúrulega einhver breyting á því hvernig stofnunin starfar en það eru engar fjöldauppsagnir eða verulegar breytingar," segir Ásgeir. Starfsemin er enn rekin á tveimur stöðum; í Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg og við Katrínartún þar sem Fjármálaeftirlitið hefur verið til húsa. Stefnt er að því að sameina starfsemina alla í seðlabankanum og er undirbúningur að því hafinn. Ásgeir segir að skoðað hafi verið hvort stækka eigi seðlabankahúsið. Það verði þó væntanlega ekki gert á næstunni heldur verður reynt að nýta húsakostinn betur. „Það liggur fyrir að ef við ætlum að koma öllu þessu fólki fyrir í einu húsi þurfum við að fara í ákveðnar breytingar og endurskipulagningu á húsakostinum hér. Það mun taka einhvern tíma. Það er erfitt að segja nákvæmlega um hvaða tímaramma við erum að tala en það verður vonandi ekki innan margra ára," segir Ásgeir.
Reykjavík Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira