Lífið

Sjáðu minningar­tón­leika Avicii

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fimmtíu þúsund gestir voru á minningartónleikum Avicii í Stokkhólmi. Meðal listamanna sem komu fram var Rita Ora.
Fimmtíu þúsund gestir voru á minningartónleikum Avicii í Stokkhólmi. Meðal listamanna sem komu fram var Rita Ora.

Sænski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Avicii, sem hét réttu nafni Tim Bergling, lést þann 20. apríl 2018 aðeins 28 ára að aldri.

Talið er að tónlistarmaðurinn hafi svipt sig lífi. Þann 5.desember stóð fjölskylda Avicii fyrir minningartónleikum í Friends Arena í Stokkhólmi.

Eftir fráfall Avicii stofnaði fjölskylda hans góðgerðasamtök til stuðnings fólks með geðræn vandamál en Bergling hafði glímt við mikinn kvíða og þunglyndi í töluverðan tíma áður en hann lést.

Avicii er einn vinsælasti tónlistamaður í sögu Svía og naut hann gríðarlegra vinsælda um heim allan. Hann vann með helstu tónlistarmönnum samtímans og var fráfall hans mikið áfall fyrir heimsbyggðina.

Meðal þeirra listamanna sem komu fram á tónleikunum fyrir fram 50 þúsund manns voru David Guetta, Kygo, Rita Ora, Adam Lampert og fjölmargir aðrir.

Tónleikarnir voru í beinni útsendingu á YouTube í byrjun desember og má sjá þá í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Svona var Avicii minnst á Tomorrowland

Tomorrowland er einhver allra stærsta tónlistahátíð heims og er hún haldin í Boom í Belgíu og fór fyrsta hátíðin fram árið 2005.

Stjörnur votta Avicii virðingu sína

Avicii hafði glímt við heilsufarsleg vandamál allt frá byrjun árs 2012 þegar hann lá inni á spítala í 11 daga. Ástæðan á að hafa verið bráðabrisbólga vegna ofdrykkju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×