Hætta leit í bili og búa sig undir óveðrið á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2020 17:19 Björgunarsveitarmenn við leit í Heydal í byrjun vikunnar. Landsbjörg Síðustu hópar, sem verið hafa við leit að Lettanum Andris Kalvan í Heydal á Snæfellsnesi, hafa verið kallaðir heim. Yfir 150 björgunarsveitarmenn hafa leitað á svæðinu í dag en leitin hefur ekki borið árangur. Ægir Þór Þórsson, stjórnandi aðgerða á Snæfellsnesi, segir að leitin hafi gengið ágætlega í dag. Veður hafi verið fínt, en nokkuð kalt, og hópar hafi farið yfir þau svæði sem lagt var upp með að leita á. „Þetta er frá því þar sem bíllinn fannst og upp í 830 metra hæð, hérna í Tröllakirkju og að Hrútaborgum. Við erum að notast við fjórhjól, sexhjól, beltatæki og líka að nota leitarhunda og dróna,“ segir Ægir. Næstu skref eru óljós. Ekki er gert ráð fyrir að leitað verði á morgun vegna slæmrar veðurspár á landinu en björgunarsveitir búa sig nú undir verkefni tengd óveðrinu. Andrisar hefur verið saknað síðan fyrir Helgi. Bíll hans fannst í vegkanti á milli bæjanna Heggstaða og Mýrdals á Snæfellsnesi í upphafi leitarinnar í byrjun viku. Í bílnum fannst fjallgöngubúnaður; ísexi, fatnaður og fleira, en Andris er vanur göngumaður. Jón S. Ólason yfirlögregluþjónn á Vesturlandi sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að það segði ekki endilega alla söguna, Andris gæti vel átt meiri búnað. Þá hafa rúmlega þrjátíu björgunarsveitarmenn og þyrla Landhelgisgæslunnar verið við leit í dag að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur, sem talið er að hafi fallið í sjóinn við Dyrhólaey. Flestir leitarhópar voru að klára verkefni dagsins á fjórða tímanum. Björgunarsveitir Borgarbyggð Tengdar fréttir Halda áfram leit að Rimu Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi munu halda áfram að leita að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur. 3. janúar 2020 11:27 Fundu fjallgöngubúnað Andris í bílnum Leit lögreglu og björgunarsveita að Lettanum Andris Kalvan í Heydal á Snæfellsnesi hefur haldið áfram í dag. 3. janúar 2020 13:21 Leit að göngumanninum hætt í dag Allir hópar björgunarsveitarmanna, sem verið hafa við leit að Andris Kalvans, lettneskum göngumanni sem skilaði sér ekki til byggða 30. desember síðastliðinn, í Heydölum á Snæfellsnesi voru kallaðir til baka um klukkan fjögur í dag. 2. janúar 2020 17:13 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Sjá meira
Síðustu hópar, sem verið hafa við leit að Lettanum Andris Kalvan í Heydal á Snæfellsnesi, hafa verið kallaðir heim. Yfir 150 björgunarsveitarmenn hafa leitað á svæðinu í dag en leitin hefur ekki borið árangur. Ægir Þór Þórsson, stjórnandi aðgerða á Snæfellsnesi, segir að leitin hafi gengið ágætlega í dag. Veður hafi verið fínt, en nokkuð kalt, og hópar hafi farið yfir þau svæði sem lagt var upp með að leita á. „Þetta er frá því þar sem bíllinn fannst og upp í 830 metra hæð, hérna í Tröllakirkju og að Hrútaborgum. Við erum að notast við fjórhjól, sexhjól, beltatæki og líka að nota leitarhunda og dróna,“ segir Ægir. Næstu skref eru óljós. Ekki er gert ráð fyrir að leitað verði á morgun vegna slæmrar veðurspár á landinu en björgunarsveitir búa sig nú undir verkefni tengd óveðrinu. Andrisar hefur verið saknað síðan fyrir Helgi. Bíll hans fannst í vegkanti á milli bæjanna Heggstaða og Mýrdals á Snæfellsnesi í upphafi leitarinnar í byrjun viku. Í bílnum fannst fjallgöngubúnaður; ísexi, fatnaður og fleira, en Andris er vanur göngumaður. Jón S. Ólason yfirlögregluþjónn á Vesturlandi sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að það segði ekki endilega alla söguna, Andris gæti vel átt meiri búnað. Þá hafa rúmlega þrjátíu björgunarsveitarmenn og þyrla Landhelgisgæslunnar verið við leit í dag að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur, sem talið er að hafi fallið í sjóinn við Dyrhólaey. Flestir leitarhópar voru að klára verkefni dagsins á fjórða tímanum.
Björgunarsveitir Borgarbyggð Tengdar fréttir Halda áfram leit að Rimu Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi munu halda áfram að leita að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur. 3. janúar 2020 11:27 Fundu fjallgöngubúnað Andris í bílnum Leit lögreglu og björgunarsveita að Lettanum Andris Kalvan í Heydal á Snæfellsnesi hefur haldið áfram í dag. 3. janúar 2020 13:21 Leit að göngumanninum hætt í dag Allir hópar björgunarsveitarmanna, sem verið hafa við leit að Andris Kalvans, lettneskum göngumanni sem skilaði sér ekki til byggða 30. desember síðastliðinn, í Heydölum á Snæfellsnesi voru kallaðir til baka um klukkan fjögur í dag. 2. janúar 2020 17:13 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Sjá meira
Halda áfram leit að Rimu Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi munu halda áfram að leita að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur. 3. janúar 2020 11:27
Fundu fjallgöngubúnað Andris í bílnum Leit lögreglu og björgunarsveita að Lettanum Andris Kalvan í Heydal á Snæfellsnesi hefur haldið áfram í dag. 3. janúar 2020 13:21
Leit að göngumanninum hætt í dag Allir hópar björgunarsveitarmanna, sem verið hafa við leit að Andris Kalvans, lettneskum göngumanni sem skilaði sér ekki til byggða 30. desember síðastliðinn, í Heydölum á Snæfellsnesi voru kallaðir til baka um klukkan fjögur í dag. 2. janúar 2020 17:13