Innlent

Garna­veiki greinist í Húna­vatns­hreppi

Atli Ísleifsson skrifar
Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur í jórturdýrum, en með bólusetningu er hægt að verja sauðfé og geitur fyrir sjúkdómnum og halda smitálagi í lágmarki.
Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur í jórturdýrum, en með bólusetningu er hægt að verja sauðfé og geitur fyrir sjúkdómnum og halda smitálagi í lágmarki. Getty

Garnaveiki greindist í kind á bænum Reykjjum í Húnavatnshreppi skömmu fyrir jól.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Segir að garnaveiki hafi greist í sauðfé á tveimur öðrum bæjum í Húna- og Skagahólfi síðastliðin tíu ár.

„Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur í jórturdýrum, en með bólusetningu er hægt að verja sauðfé og geitur fyrir sjúkdómnum og halda smitálagi í lágmarki. Á bæjum sem garnaveiki greinist á gilda ýmsar takmarkanir sem lúta að því að hindra smitdreifingu.

Tilfellið uppgötvaðist eftir að bóndi, í samráði við dýralækni, lét héraðsdýralækni Matvælastofnunar vita. Kindin, sem var rúmlega 5 vetra, sýndi einkenni sjúkdómsins og var aflífuð. Sýni voru tekin og send til greiningar á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum. Þau reyndust jákvæð m.t.t. garnaveiki. Einnig voru sýni tekin til rannsóknar á riðuveiki en þau voru neikvæð,“ segir í tilkynningunni.

Nánar má lesa um málið á vef Matvælastofnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×