Innlent

Kviknaði í bíl á Kringlumýrarbraut

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Bíllinn sem kviknaði í við Kringlumýrarbraut í morgun.
Bíllinn sem kviknaði í við Kringlumýrarbraut í morgun. Aðsend/Andrés Erlingsson

Eldur kom upp í bíl sem staddur var á Kringlumýrarbraut nú rétt fyrir klukkan átta. Svartur reykur steig upp úr bílnum og var einn bíll frá slökkviliðinu kallaður á vettvang. Vel hefur gengið að slökkva eldinn að sögn varðstjóra.

Ekkert slys varð á fólki en eitthvað gæti orðið um umferðartafir, engin hætta ætti þó að steðja að vegna bílsins. Slökkvistarf stendur enn yfir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.