Sport

Uppfært: Áhorfendur bannaðir

Sindri Sverrisson skrifar
Það verða ekki áhorfendur á leik KR og FH á morgun.
Það verða ekki áhorfendur á leik KR og FH á morgun. VÍSIR/BÁRA

Áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum frá og með morgundeginum þegar leyft verður á ný að stunda íþróttir með snertingu hér á landi.

Uppfært: Upphaflega var sagt í fréttinni að áhorfendur yrðu leyfðir, meðal annars út frá upplýsingum frá ÍSÍ, en sá misskilningur hefur verið leiðréttur.

Það var skilningur íþróttahreyfingarinnar, meðal annars íþrótta- og ólympíusambands Íslands, að eftir auglýsingu heilbrigðisráðherra í vikunni yrðu áhorfendur leyfðir frá og með morgundeginum, í hundrað manna hólfum. Þá hefjast aftur íþróttir með snertingu. Á þessu byggði frétt Vísis fyrir hádegi og voru félög farin að undirbúa komu áhorfenda á leiki í Pepsi Max-deildunum í fótbolta um helgina, út frá upplýsingum sem þau fengu í morgun.

Í hádeginu fundaði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, með ÍSÍ og sérsamböndum og þar kom fram að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum á næstunni. Misskilningurinn var þar með leiðréttur. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, staðfesti þetta við Vísi. Víðir mun skýra málið betur á fundi almannavarna í dag.

Líney sagði ekki ljóst hve lengi áhorfendabannið myndi gilda og að sú ákvörðun gæti verið endurskoðuð að viku liðinni.


Tengdar fréttir

„Fylgjum öllum reglum eftir bestu getu“

Þjálfari ÍA segir að félagið muni gera sitt allra besta til að fara eftir ströngum sóttvarnarreglum þegar keppni á Íslandsmótinu hefst á ný.

Íþróttir með snertingu leyfðar á ný

Frá og með næstkomandi föstudegi mega fullorðnir aftur stunda íþróttir með snertingu hér á landi, eftir bann sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×