Lífið

„Af hverju er ég svona léleg í þessu?“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Salka Sól Eyfeld ræðir fæðinguna og móðurhlutverkið í nýju viðtali.
Salka Sól Eyfeld ræðir fæðinguna og móðurhlutverkið í nýju viðtali. Mynd/Instagram

Tónlistarkonan Salka Sól ræddi fæðingu sína og fyrstu mánuðina sem móðir nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. Þátturinn kom inn á Vísi og helstu streymisveitur í dag og þar segir Salka Sól á einlægan og hreinskilin hátt frá þessari mögnuðu lífsreynslu.

Eins og margar mæður, upplifði Salka Sól rússíbana tilfinninga í fæðingunni. Þar á meðal fór í gegnum huga hennar

„Af hverju er ég svona léleg í þessu? Þannig leið mér og ég held að stundum hafi sú hugsun yfirtekið hausinn á mér.“

Í viðtalinu kemur hún meðal annars inn á misheppnaða mænudeyfingu sem endaði þannig að nánast allir vöðvar líkama hennar voru deyfðir sem varð til þess að hún gat ekki haldið á nýfæddri dóttur sinni fyrstu klukkustundirnar. Einnig sterku súpuna sem hugsanlega setti fæðinguna af stað, bíómyndaaugnablikið þegar vatnið fór og augnablikið þegar Salka Sól tók lakið af sér á leið inn á skurðstofuna svo fólk héldi ekki að hún væri lík.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Kviknar - Salka Sól ræðir fæðinguna og barnið

Salka Sól hefur áður mætt í viðtal í hlaðvarpinu Kviknar og talaði þar um ófrjósemi og meðgönguna. Hægt er að hlusta á það viðtal hér á Vísi


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×