Ný auglýsing frá heilbrigðisráðherra vegna samkomutakmarkana væntanleg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 12:13 Samkvæmt upplýsingum fréttastofu bíður heilbrigðisráðuneytið nú eftir nánari upplýsingum sem óskað var eftir frá sóttvarnalækni. Ný auglýsing frá ráðherra um framhaldið sé væntanleg fljótlega eftir að svör sóttvarnalæknis liggja fyrir. Vísir/Vilhelm Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en enginn á landamærum. Búist er við að stjórnvöld greini frá því síðar í dag eða í fyrramálið hvert framhaldið verður hvað varðar samkomutakmarkanir og aðgerðir innanlands, eftir að núgildandi ráðstafanir renna úr gildi á miðnætti annað kvöld. Núgildandi reglur, sem meðal annars kveða á um samkomutakmarkanir, tveggja metra reglu og grímunotkun undir vissum kringumstæðum sem tóku gildi föstudaginn 31. júlí, eru í gildi til miðnættis annað kvöld. Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra í gærmorgun tillögum sínum um framhaldið. Í minnisblaðinu eru meðal annars tillögur sem varða landamæraskimun, eins metra regluna og um íþróttir með snertingum. Á upplýsingafundi í gær kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að hann horfi fremur til þess að slaka á höftum en að þau verði hert. Fáir sýktir undanfarna daga gefi vonir um að sóttvarnayfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunni sem þau hafa fengist við síðustu daga. Hann hafi þegar borið tilslakanir undir ráðherra en leggi þó áfram til að samkomutakmarkanir miði við hundrað manns. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa stjórnvöld óskað eftir frekari gögnum og skýringum frá sóttvarnalækni, um þær tillögur sem ráðherra fékk afhentar í gær, hvað varðar aðgerðir innanlands. Stefnt sé að því að auglýsa hvað tekur við eins fljótt og hægt er eftir að frekari gögn hafi borist frá sóttvarnalækni. Vonast er til að það verði sem fyrst í dag en í allra síðasta lagi fyrir hádegi á morgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu beinist auglýsing heilbrigðisráðherra, sem nú er í vinnslu og verður að öllum líkindum kynnt í dag, ekki að breyttum ráðstöfunum á landamærum, heldur aðeins því sem tekur við hér innanlands. Fleiri sýni tekin í gær en dagana þar á undan Öll fjögur sem greindust með covid-19 innanlands í gær greindust hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sem tók 667 sýni í gær. Það eru töluvert fleiri sýni en síðustu þrjá daga þar á undan. Enginn af þeim 523 sem skimaðir voru hjá Íslenskri erfðagreiningu voru með veiruna og ekki heldur neinn þeirra ríflega 2100 sem fóru í sýnatöku á landamærum. Þau tvö sem greindust á landamærum í fyrradag og biðu niðurstöðu mótefnamælingar reyndust hins vegar vera með veiruna en þannig greindust alls 5 með virkt smit á landamærum í fyrradag. Alls eru nú 115 í einangrun með virkt smit og 766 í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en enginn á landamærum. Búist er við að stjórnvöld greini frá því síðar í dag eða í fyrramálið hvert framhaldið verður hvað varðar samkomutakmarkanir og aðgerðir innanlands, eftir að núgildandi ráðstafanir renna úr gildi á miðnætti annað kvöld. Núgildandi reglur, sem meðal annars kveða á um samkomutakmarkanir, tveggja metra reglu og grímunotkun undir vissum kringumstæðum sem tóku gildi föstudaginn 31. júlí, eru í gildi til miðnættis annað kvöld. Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra í gærmorgun tillögum sínum um framhaldið. Í minnisblaðinu eru meðal annars tillögur sem varða landamæraskimun, eins metra regluna og um íþróttir með snertingum. Á upplýsingafundi í gær kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að hann horfi fremur til þess að slaka á höftum en að þau verði hert. Fáir sýktir undanfarna daga gefi vonir um að sóttvarnayfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunni sem þau hafa fengist við síðustu daga. Hann hafi þegar borið tilslakanir undir ráðherra en leggi þó áfram til að samkomutakmarkanir miði við hundrað manns. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa stjórnvöld óskað eftir frekari gögnum og skýringum frá sóttvarnalækni, um þær tillögur sem ráðherra fékk afhentar í gær, hvað varðar aðgerðir innanlands. Stefnt sé að því að auglýsa hvað tekur við eins fljótt og hægt er eftir að frekari gögn hafi borist frá sóttvarnalækni. Vonast er til að það verði sem fyrst í dag en í allra síðasta lagi fyrir hádegi á morgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu beinist auglýsing heilbrigðisráðherra, sem nú er í vinnslu og verður að öllum líkindum kynnt í dag, ekki að breyttum ráðstöfunum á landamærum, heldur aðeins því sem tekur við hér innanlands. Fleiri sýni tekin í gær en dagana þar á undan Öll fjögur sem greindust með covid-19 innanlands í gær greindust hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sem tók 667 sýni í gær. Það eru töluvert fleiri sýni en síðustu þrjá daga þar á undan. Enginn af þeim 523 sem skimaðir voru hjá Íslenskri erfðagreiningu voru með veiruna og ekki heldur neinn þeirra ríflega 2100 sem fóru í sýnatöku á landamærum. Þau tvö sem greindust á landamærum í fyrradag og biðu niðurstöðu mótefnamælingar reyndust hins vegar vera með veiruna en þannig greindust alls 5 með virkt smit á landamærum í fyrradag. Alls eru nú 115 í einangrun með virkt smit og 766 í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira