Ný auglýsing frá heilbrigðisráðherra vegna samkomutakmarkana væntanleg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 12:13 Samkvæmt upplýsingum fréttastofu bíður heilbrigðisráðuneytið nú eftir nánari upplýsingum sem óskað var eftir frá sóttvarnalækni. Ný auglýsing frá ráðherra um framhaldið sé væntanleg fljótlega eftir að svör sóttvarnalæknis liggja fyrir. Vísir/Vilhelm Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en enginn á landamærum. Búist er við að stjórnvöld greini frá því síðar í dag eða í fyrramálið hvert framhaldið verður hvað varðar samkomutakmarkanir og aðgerðir innanlands, eftir að núgildandi ráðstafanir renna úr gildi á miðnætti annað kvöld. Núgildandi reglur, sem meðal annars kveða á um samkomutakmarkanir, tveggja metra reglu og grímunotkun undir vissum kringumstæðum sem tóku gildi föstudaginn 31. júlí, eru í gildi til miðnættis annað kvöld. Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra í gærmorgun tillögum sínum um framhaldið. Í minnisblaðinu eru meðal annars tillögur sem varða landamæraskimun, eins metra regluna og um íþróttir með snertingum. Á upplýsingafundi í gær kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að hann horfi fremur til þess að slaka á höftum en að þau verði hert. Fáir sýktir undanfarna daga gefi vonir um að sóttvarnayfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunni sem þau hafa fengist við síðustu daga. Hann hafi þegar borið tilslakanir undir ráðherra en leggi þó áfram til að samkomutakmarkanir miði við hundrað manns. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa stjórnvöld óskað eftir frekari gögnum og skýringum frá sóttvarnalækni, um þær tillögur sem ráðherra fékk afhentar í gær, hvað varðar aðgerðir innanlands. Stefnt sé að því að auglýsa hvað tekur við eins fljótt og hægt er eftir að frekari gögn hafi borist frá sóttvarnalækni. Vonast er til að það verði sem fyrst í dag en í allra síðasta lagi fyrir hádegi á morgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu beinist auglýsing heilbrigðisráðherra, sem nú er í vinnslu og verður að öllum líkindum kynnt í dag, ekki að breyttum ráðstöfunum á landamærum, heldur aðeins því sem tekur við hér innanlands. Fleiri sýni tekin í gær en dagana þar á undan Öll fjögur sem greindust með covid-19 innanlands í gær greindust hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sem tók 667 sýni í gær. Það eru töluvert fleiri sýni en síðustu þrjá daga þar á undan. Enginn af þeim 523 sem skimaðir voru hjá Íslenskri erfðagreiningu voru með veiruna og ekki heldur neinn þeirra ríflega 2100 sem fóru í sýnatöku á landamærum. Þau tvö sem greindust á landamærum í fyrradag og biðu niðurstöðu mótefnamælingar reyndust hins vegar vera með veiruna en þannig greindust alls 5 með virkt smit á landamærum í fyrradag. Alls eru nú 115 í einangrun með virkt smit og 766 í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en enginn á landamærum. Búist er við að stjórnvöld greini frá því síðar í dag eða í fyrramálið hvert framhaldið verður hvað varðar samkomutakmarkanir og aðgerðir innanlands, eftir að núgildandi ráðstafanir renna úr gildi á miðnætti annað kvöld. Núgildandi reglur, sem meðal annars kveða á um samkomutakmarkanir, tveggja metra reglu og grímunotkun undir vissum kringumstæðum sem tóku gildi föstudaginn 31. júlí, eru í gildi til miðnættis annað kvöld. Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra í gærmorgun tillögum sínum um framhaldið. Í minnisblaðinu eru meðal annars tillögur sem varða landamæraskimun, eins metra regluna og um íþróttir með snertingum. Á upplýsingafundi í gær kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að hann horfi fremur til þess að slaka á höftum en að þau verði hert. Fáir sýktir undanfarna daga gefi vonir um að sóttvarnayfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunni sem þau hafa fengist við síðustu daga. Hann hafi þegar borið tilslakanir undir ráðherra en leggi þó áfram til að samkomutakmarkanir miði við hundrað manns. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa stjórnvöld óskað eftir frekari gögnum og skýringum frá sóttvarnalækni, um þær tillögur sem ráðherra fékk afhentar í gær, hvað varðar aðgerðir innanlands. Stefnt sé að því að auglýsa hvað tekur við eins fljótt og hægt er eftir að frekari gögn hafi borist frá sóttvarnalækni. Vonast er til að það verði sem fyrst í dag en í allra síðasta lagi fyrir hádegi á morgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu beinist auglýsing heilbrigðisráðherra, sem nú er í vinnslu og verður að öllum líkindum kynnt í dag, ekki að breyttum ráðstöfunum á landamærum, heldur aðeins því sem tekur við hér innanlands. Fleiri sýni tekin í gær en dagana þar á undan Öll fjögur sem greindust með covid-19 innanlands í gær greindust hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sem tók 667 sýni í gær. Það eru töluvert fleiri sýni en síðustu þrjá daga þar á undan. Enginn af þeim 523 sem skimaðir voru hjá Íslenskri erfðagreiningu voru með veiruna og ekki heldur neinn þeirra ríflega 2100 sem fóru í sýnatöku á landamærum. Þau tvö sem greindust á landamærum í fyrradag og biðu niðurstöðu mótefnamælingar reyndust hins vegar vera með veiruna en þannig greindust alls 5 með virkt smit á landamærum í fyrradag. Alls eru nú 115 í einangrun með virkt smit og 766 í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira