Innlent

Villtist í þoku á Helgafelli

Atli Ísleifsson skrifar
Helgafell ofan við Hafnarfjörð.
Helgafell ofan við Hafnarfjörð. Vísir/einar

Björgunarsveitir í Garðabæ og Hafnarfirði voru kallaðar úr rétt fyrir klukkan eitt í nótt vegna karlmanns sem hafði villst í þoku á Helgafelli ofan við Hafnarfjörð.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að vegna mikillar þoku hafi maðurinn ekki verið viss um rétta leið niður.

„Gerði hann því það eina rétta, bað um aðstoð. Björgunarmenn voru fljótir á staðinn og að finna manninn. Voru allir komnir niður á bílstæði um tvöleytið í nótt og héldu þaðan til síns heima.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.