Innlent

Villtist í þoku á Helgafelli

Atli Ísleifsson skrifar
Helgafell ofan við Hafnarfjörð.
Helgafell ofan við Hafnarfjörð. Vísir/einar

Björgunarsveitir í Garðabæ og Hafnarfirði voru kallaðar úr rétt fyrir klukkan eitt í nótt vegna karlmanns sem hafði villst í þoku á Helgafelli ofan við Hafnarfjörð.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að vegna mikillar þoku hafi maðurinn ekki verið viss um rétta leið niður.

„Gerði hann því það eina rétta, bað um aðstoð. Björgunarmenn voru fljótir á staðinn og að finna manninn. Voru allir komnir niður á bílstæði um tvöleytið í nótt og héldu þaðan til síns heima.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×