Lífið

Ed Sheeran að verða pabbi

Sylvía Hall skrifar
Ed Sheeran á tónleikum á Laugardalsvelli síðasta sumar.
Ed Sheeran á tónleikum á Laugardalsvelli síðasta sumar. vísir/vilhelm

Tónlistamaðurinn geðþekki Ed Sheeran og eiginkona hans Cherry Seaborn eru sögð eiga von á sínu fyrsta barni á næstu dögum. Parið hefur haldið þunguninni leyndri en Seaborn er sögð eiga von á sér á næstu vikum. 

Sheeran tilkynnti í desember síðastliðnum að hann myndi taka sér frí frá tónlistinni eftir tveggja og hálfs árs tónleikaferðalag um heiminn. Heimildarmaður The Sun segir parið hafa ákveðið að nýta tímann í það að stofna fjölskyldu og eftir að kórónuveirufaraldurinn fór á flug í Bretlandi hafi þau getað leynt óléttunni í langan tíma.

„Útgöngubannið var fullkomin afsökun til þess að sjást ekki á almannafæri, en nú fer þetta að bresta á og spennan farin að magnast svo þau eru farin að segja vinum og fjölskyldu," segir heimildarmaðurinn. 

Sheeran og Seaborn kynntust þegar þau voru saman í gagnfræðaskóla. Þau byrjuðu þó ekki saman fyrr en árið 2015 og giftu sig árið 2018.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.