Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Vegna tæknilegra vandamála virkar spilarinn hér í fréttinni ekki. Hægt er að horfa á fréttatímann á sjónvarpsvef Vísis hér.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Þórólf Guðnason og Kára Stefánsson um tillögur um aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þórólfur vill hert eftirlit á landamærunum og tilslökunum innanlands. Kári telur að hópsmitið sem nú er í gangi innanlands eigi sér uppruna í Austur-Evrópu.

Við fjöllum líka um árásir Samherja á fréttastofu RÚV og Helga Seljan fréttamann, sem svarar fyrir sig. Fréttastjórinn segir að sjaldan hafi verið seilst svo langt til að skjóta sendiboðann.

Við förum líka norður á land, að Goðafossi, og fjöllum um nýjustu virkjunardeiluna. Hún snýst um litla virkjun sem hefur þá sérstöðu að með henni er engu landi sökkt og engum fossi fórnað.

Allt þetta og fleira í kvöldfréttum okkar á Stöð 2, stundvíslega klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.