Menning

Menningarnótt aflýst

Sylvía Hall skrifar
Ekkert verður af Menningarnótt í ár.
Ekkert verður af Menningarnótt í ár. Vísir/Daníel Þór

Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum í morgun að aflýsa Menningarnótt vegna kórónuveirufaraldursins. Til stóð að dreifa hátíðinni yfir tíu daga dagana 13. til 23. ágúst en nú hefur verið ákveðið að blása hana af.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að þetta sé í fyrsta sinn frá árinu 1996 sem hátíðin fer ekki fram. Menningarnótt hefur verið haldin í miðborginni fyrsta laugardag eftir afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst með tilheyrandi tónleikahaldi og gleði.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir neyðarstjórn borgarinnar hafi verið einhuga í ákvörðun sinni á fundinum í morgun.

„Við höfðum verið að skoða ólíkar útfærslur á hátíðinni en í ljósi þróunar síðustu daga og vikna töldum við réttast að aflýsa Menningarnótt í ár. Þetta er auðvitað leitt en við verðum öll að sýna ábyrgð og lágmarka hættu á smitum í samfélaginu.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.