Ný vefsíða gerir fólki kleift að máta húsgögn inn á heimilið í þrívídd Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2020 20:30 Með hjálp tækninnar er nú hægt að máta húsgögn inni á heimilinu og sjá hvort þau passi við rýmið áður en kaup eiga sér stað. Vefverslun hefur aukist hratt undanfarið og kom hún mörgum vel í faraldri kórónuveirunnar. Auðveldara er orðið að versla föt og innbú á netinu en áður. Hönnunarmerkið FÓLK Reykjavík hefur þó stigið skrefinu lengra en það er fyrsta íslenska fyrirtækið til að bjóða upp á aukinn veruleika á vef sínum. Með auknum veruleika getur fólk skoðað og mátað vörur heima hjá sér og séð þau líkt og þau væru í rýminu. „Þannig að varan í rauninni birtist heima hjá þér eða í skrifstofurýminu eða hvar sem er,“ sagði Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi FÓLK Reykjavík. Verkefnið er unnið af FÓLK Reykjavík í samstarfi við KoiKoi, Undireins og Shopify. Í myndbandinu sjáum við hvernig þetta virkar fyrir sig. Þegar búið er að velja vöruna þarf að hreyfa símann svo að hann skynji rýmið. Nokkrum sekúndum seinna birtist varan og hægt er að hreyfa hana til - og sjá hvort hún passi inn í rýmið. Með þessu er fyrirtækið að bregðast við nýjum viðskipavenjum í ljósi breyttra aðstæðna í samfélaginu vegna faraldurs kórónuveirunnar. „Fólk á erfiðara með að fara í verslun. Það hefur líka kannski minni áhuga á því það vill ekki smitast, það er að huga að sóttvörnum. Þannig með þessari síðu getur þú bara farið inn í gegnum iphone þinn. Kikkað á þá vöru sem þig langar að skoða og svo bara mátað hana inn,“ sagði Ragna Sara. Nýjungin virkar einungis í gegnum iphone síma en stefnt er á að gera hana aðgengilega í gegnum aðrar tegundir síma. „Eina sem við getum ekki boðið upp á, það er að snerta vöruna og koma við áferðina og slíkt. En þú getur vissulega séð stærðina, lengdina útlitið og hvernig þetta passar við annað heima hjá þér,“ sagði Ragna Sara. Síðan opnaði í dag og segist hún spennt fyrir viðbrögðum neytenda. Samkvæmt alþjóðlegum gögnum frá Shopify eykur þrívídd og aukinn veruleiki líkur á kaupum á vöru umtalsvert. „Það er mjög áhugavert að sjá hvernig faraldur kórónuveirunnar hefur farið með fyrirtæki og fyrirtækjarekstur. Við vorum í samtali við bæði þekkta verslunarkeðju erlendis og stóra vefverslun erlendis á sama tíma. Verslunarkeðjan lokaði samningum og sagði okkur að bíða í ár á meðan við kláruðum samningana við vefverslunina.“ Vefverslun hafi aukist gríðarlega að sögn Rögnu Söru. „Það er talað um að í Bandaríkjunum hafi vefverslun aukist jafn mikið á síðustu mánuðum og hún hefur gert á síðustu fimm til tíu árum. Það eru því gríðarlega hraðar breytingar að eiga sér stað núna og við erum afar þakklát að hafa samstarfsaðila hér á Íslandi sem geta hjálpað okkur að nýta þetta tækifæri sem felst í þessari krísu,“ sagði Ragna Sara. Verslun Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Með hjálp tækninnar er nú hægt að máta húsgögn inni á heimilinu og sjá hvort þau passi við rýmið áður en kaup eiga sér stað. Vefverslun hefur aukist hratt undanfarið og kom hún mörgum vel í faraldri kórónuveirunnar. Auðveldara er orðið að versla föt og innbú á netinu en áður. Hönnunarmerkið FÓLK Reykjavík hefur þó stigið skrefinu lengra en það er fyrsta íslenska fyrirtækið til að bjóða upp á aukinn veruleika á vef sínum. Með auknum veruleika getur fólk skoðað og mátað vörur heima hjá sér og séð þau líkt og þau væru í rýminu. „Þannig að varan í rauninni birtist heima hjá þér eða í skrifstofurýminu eða hvar sem er,“ sagði Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi FÓLK Reykjavík. Verkefnið er unnið af FÓLK Reykjavík í samstarfi við KoiKoi, Undireins og Shopify. Í myndbandinu sjáum við hvernig þetta virkar fyrir sig. Þegar búið er að velja vöruna þarf að hreyfa símann svo að hann skynji rýmið. Nokkrum sekúndum seinna birtist varan og hægt er að hreyfa hana til - og sjá hvort hún passi inn í rýmið. Með þessu er fyrirtækið að bregðast við nýjum viðskipavenjum í ljósi breyttra aðstæðna í samfélaginu vegna faraldurs kórónuveirunnar. „Fólk á erfiðara með að fara í verslun. Það hefur líka kannski minni áhuga á því það vill ekki smitast, það er að huga að sóttvörnum. Þannig með þessari síðu getur þú bara farið inn í gegnum iphone þinn. Kikkað á þá vöru sem þig langar að skoða og svo bara mátað hana inn,“ sagði Ragna Sara. Nýjungin virkar einungis í gegnum iphone síma en stefnt er á að gera hana aðgengilega í gegnum aðrar tegundir síma. „Eina sem við getum ekki boðið upp á, það er að snerta vöruna og koma við áferðina og slíkt. En þú getur vissulega séð stærðina, lengdina útlitið og hvernig þetta passar við annað heima hjá þér,“ sagði Ragna Sara. Síðan opnaði í dag og segist hún spennt fyrir viðbrögðum neytenda. Samkvæmt alþjóðlegum gögnum frá Shopify eykur þrívídd og aukinn veruleiki líkur á kaupum á vöru umtalsvert. „Það er mjög áhugavert að sjá hvernig faraldur kórónuveirunnar hefur farið með fyrirtæki og fyrirtækjarekstur. Við vorum í samtali við bæði þekkta verslunarkeðju erlendis og stóra vefverslun erlendis á sama tíma. Verslunarkeðjan lokaði samningum og sagði okkur að bíða í ár á meðan við kláruðum samningana við vefverslunina.“ Vefverslun hafi aukist gríðarlega að sögn Rögnu Söru. „Það er talað um að í Bandaríkjunum hafi vefverslun aukist jafn mikið á síðustu mánuðum og hún hefur gert á síðustu fimm til tíu árum. Það eru því gríðarlega hraðar breytingar að eiga sér stað núna og við erum afar þakklát að hafa samstarfsaðila hér á Íslandi sem geta hjálpað okkur að nýta þetta tækifæri sem felst í þessari krísu,“ sagði Ragna Sara.
Verslun Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira