Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. ágúst 2020 21:55 Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. Erlendar rannsóknir sýna að grímunotkun geti orðið til þess að smitmagn sem kemur út vitum sýkts einstaklings sem ber grímur verði minna en ella. „Það hefur komið í ljós að það sem að einstaklingar geta gert til að vernda sig og vernda aðra er að reyna að minka hugsanlega einhvers konar smitmagn sem kemur úr vitum þeirra. Við erum ekki að tala um 100 pósent vörn. Við erum að tala um bara að minka það sem fer út í andrúmsloftið þegar við erum í lokuðum rýmum eða getum ekki tryggt alveg þessa tveggja metra reglu sem mælt er með,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Þeir sem smitast af sýktum einstaklingi sem ber grímu þegar smit á sér stað - verði þá minna veikir, jafnvel einkennalausir. Það sama á við um þá sem bera grímu þegar þeir smitast. „Það er talið að með þessari grímunotkun hafi verið sýnt fram á að hugsanlega verði veikindin sem um ræðir minna alvarleg. Hugsanlega fleiri einkennalausir sem fá smit án þess að átta sig á því en mynda samt sem áður mótefni,“ sagði Bryndís. Grímur hafa verið mikið milli tannana á fólki undanfarið.Getty Þó sé ekki mælt með grímunotkun á stöðum þar sem einstaklingur er í einrúmi eða fjarlægðartakmörk tryggð. „Það er áhugavert að vita að t.d. ef að 70-80 prósent einstaklinga í ákveðnum rými nota grímur þá er hægt að minka smitmagn það mikið að hugsanlega verður minna um alvarleg smit út frá þeim,“ sagði Bryndís. Þó erfitt sé að mæla með notkun buffs og rúllukragabola sem vörn fyrir vitum segir hún að það geti að einhverju leyti tryggt vörn, ólíkt því sem áður var talið. „Hugsanlega veitir það einhvers konar vörn fyrir því að við séum ekki að hósta eða anda eða öskra frá okkur ákveðnum smitögnum einmitt á því tímabili sem við erum hugsanlega smitandi en einkennalaus,“ sagði Bryndís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. Erlendar rannsóknir sýna að grímunotkun geti orðið til þess að smitmagn sem kemur út vitum sýkts einstaklings sem ber grímur verði minna en ella. „Það hefur komið í ljós að það sem að einstaklingar geta gert til að vernda sig og vernda aðra er að reyna að minka hugsanlega einhvers konar smitmagn sem kemur úr vitum þeirra. Við erum ekki að tala um 100 pósent vörn. Við erum að tala um bara að minka það sem fer út í andrúmsloftið þegar við erum í lokuðum rýmum eða getum ekki tryggt alveg þessa tveggja metra reglu sem mælt er með,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Þeir sem smitast af sýktum einstaklingi sem ber grímu þegar smit á sér stað - verði þá minna veikir, jafnvel einkennalausir. Það sama á við um þá sem bera grímu þegar þeir smitast. „Það er talið að með þessari grímunotkun hafi verið sýnt fram á að hugsanlega verði veikindin sem um ræðir minna alvarleg. Hugsanlega fleiri einkennalausir sem fá smit án þess að átta sig á því en mynda samt sem áður mótefni,“ sagði Bryndís. Grímur hafa verið mikið milli tannana á fólki undanfarið.Getty Þó sé ekki mælt með grímunotkun á stöðum þar sem einstaklingur er í einrúmi eða fjarlægðartakmörk tryggð. „Það er áhugavert að vita að t.d. ef að 70-80 prósent einstaklinga í ákveðnum rými nota grímur þá er hægt að minka smitmagn það mikið að hugsanlega verður minna um alvarleg smit út frá þeim,“ sagði Bryndís. Þó erfitt sé að mæla með notkun buffs og rúllukragabola sem vörn fyrir vitum segir hún að það geti að einhverju leyti tryggt vörn, ólíkt því sem áður var talið. „Hugsanlega veitir það einhvers konar vörn fyrir því að við séum ekki að hósta eða anda eða öskra frá okkur ákveðnum smitögnum einmitt á því tímabili sem við erum hugsanlega smitandi en einkennalaus,“ sagði Bryndís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27
„Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00