Innlent

Á fertugsaldri í öndunarvél

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá þessu á upplýsingafundi í dag.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá þessu á upplýsingafundi í dag. vísir/vilhelm

Einn einstaklingur á fertugsaldri er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. Að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er sjúklingurinn á gjörgæslu og styðst við öndunarvél. Þórólfur sagði jafnframt að nokkrir aðrir væru „yfirvofandi“ eins og hann orðaði það, væru til skoðunar hjá Covid-göngudeild Landspítalans.

Þórólfur sagðist á upplýsingafundi almannavarna í dag jafnframt ætla að Íslendingar fari að sjá fleiri alvarleg veikindi vegna veirunnar á næstunni, rétt eins og raunin var í vor. Vangaveltur hafi verið uppi um hvort veiran væri veikari núna en þá og segist Þórólfur hafa sent fyrirspurn til Sóttvarnastofnunar Evrópu um hvort það sé til rannsóknar. Svörin voru á þá leið að rannsókn stæði ekki yfir, það teldi raunar enginn að veiran væri veikari núna en áður að sögn Þórólfs. 

Það virðist vera sem svo að faraldurinn sé í vexti að mati sóttvarnalæknis. Það sé jafnframt áhyggjuefni hversu mikið tilfellum hefur fjölgað, en rúmlega 100 eru nú með virkt smit í landinu.

Því segir Þórólfur að það sé til alvarlegrar skoðunar að leggja til á næstu dögum að herða samkomutakmarkanir frá því sem nú er. Það verði ekki kannski fyrr en um helgina eða eftir helgi sem það verður ákveðið. Ef það verður gert segist hann hafa fulla trú á að þær takmarkanir muni standa skemur en takmarkanirnar fyrr í vetur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×