Lífið

Björn Ingi skammar þá sem gagnrýnt hafa sóttvarnaaðgerðir

Birgir Olgeirsson skrifar
Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans.
Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans. Vísir/Vilhelm

„Það sem er að gera núna mesta fjölda nýsmita á einum degi í fjóra mánuði þarf ekki að koma neinum á óvart,“ segir Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans í myndbandi sem hann deilir á Facebook. Þar beinir hann sjónum sínum að þeim sem hafa gagnrýnt sóttvarnaaðgerðir á Íslandi undanfarið.'

„Umræðan síðustu daga hefur öll snúið um gagnrýni á sóttvarnayfirvöld fyrir of harðar aðgerðir. Það er eins og fólk sé búið að gleyma því að þetta er bráðsmitandi sjúkdómur sem fer hratt á milli manna og maður hefur séð á samskiptamiðlum undanfarið að það eru mjög fáir að fara eftir tilmælum sem gefin hafa verið. Þess vegna er veiran farin að breiðast út um allt,“ segir Björn Ingi.

Hann minnir á að þó margir sé ekki að veikjast alvarlega þessa dagana geti það gerst á síðari stigum. Þar að auki geti margir sem veikst verið lengi að jafna sig á þeim.

„Þetta er dauðans alvara og því miður kominn tími til að við áttum okkur á því að veiran er úti um allt í samfélaginu annars fer illa.“

17 greindust með veiruna innanlands í gær, en ekki hafa jafn margir greinst á einum degi síðan 9. apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×