Lífið

Rúrik hringdi í mág sinn, sagðist vera blankur og reyndi að fá tíu milljónir í lán

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúrik ætlaði að fjárfesta í bílasölu. Eina sem vantaði, tíu milljónir.
Rúrik ætlaði að fjárfesta í bílasölu. Eina sem vantaði, tíu milljónir.

Rúrik Gíslason var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun og tók þátt í liðnum Óþægilegt símtal.

Þar átti hann að hringja í Jóhannes Ásbjörnsson sem er mágur hans. Jói hefur verið með systur Rúriks síðan knattspyrnumaðurinn var ellefu ára. Og þeir þekkjast því mjög vel.

Rúrik átti að sannfæra Jóa um að hann væri gjörsamlega blankur og gæti þurft að fá smá pening lánaðan. Reyndar heilar tíu milljónir til að fjárfesta í bílasölu sem frændi vinar hans á.

Óborganlegt símtal sem heyra má hér að neðan.

Hér að neðan má sjá myndband af símaatinu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×