Lífið

Var algjörlega kominn á botninn: „Annaðhvort að enda þetta eða leita sé hjálpar“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Franz var gestur hjá Bibba.
Franz var gestur hjá Bibba.

Franz Gunnarsson er og hefur verið meðlimur í Ensími, Dr. Spock, In Memoriam, Quicksand Jesus og fleiri en hann er nýjasti gestur í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk sem Snæbjörn Ragnarsson heldur utan um.

Franz hefur spilað á gítar frá unglingsárum og dregið framkvæmdavagninn í flestum þeim verkefnum sem hann kemur nálægt. Hann hefur háð harðar baráttur við áfengi og hafði sigur að lokum.

„Í lok ársins 2014 varð algjört skipsbrot hjá mér og þá fann ég þennan svokallaða botn. Þá hugsaði ég bara að það væri annaðhvort að enda þetta eða leita sé hjálpar,“ segir Franz um þær sjálfsvígshugsanir sem komu fram hjá honum árið 2014.

„Ég var á mjög vondum stað en sem betur fer þá er til lausn og hún er að sækja sér bata. Ég fór bara í meðferð og hef verið að vinna í sjálfum mér síðan. Ég var einmitt að fagna núna í vikunni fimm og hálfu ári á beinu brautinni.“

Franz segir að neyslan hans hafi ávallt verið mjög tengd músíkinni og hann fór að upplifa mikla kvöð í tengslum við að koma fram.

„Ég gat ekki samið músík, tekið hana upp eða flutt hana án þess að vera undir áhrifum,“ segir Franz sem fann strax fyrir því í grunnskóla að áfengisneysla væri vandamál.

Hljóðkirkjan gefur út fjóra þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.