Innlent

Kári tilkynnti um 4,8 milljóna styrk til Björgvins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnarformaður Velferðarsjóðs barna, ásamt Björgvini Páli Gústavssyni, handknattleiksmanni, í Íslenskri erfðagreiningu í dag.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnarformaður Velferðarsjóðs barna, ásamt Björgvini Páli Gústavssyni, handknattleiksmanni, í Íslenskri erfðagreiningu í dag. Aðsend

Velferðarsjóður barna hefur ákveðið að styrkja forvarnar- og fræðsluverkefnin Vopnabúrið og Við sem lið sem Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta hleypir af stokkunum í grunnskólum í Kópavogi í haust. Kári Stefánsson stjórnarformaður sjóðsins tilkynnti um styrkinn, sem hljóðar upp á 4,8 milljónir króna, í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar nú fyrir hádegi.

Í tilkynningu segir að verkefnið eigi að hefjast með fyrirlestrum fyrir nemendur, kennara og foreldra í haust en í október fari af stað námskeið sem séu sniðin að þörfum unglinga í áhættuhópum.

Velferðarsjóður barna var stofnaður árið 2000 af Íslenskri erfðagreiningu og Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Allt stofnfé sjóðsins kom frá Íslenskri erfðagreiningu. Sjóðurinn hefur úthlutað um 1100 milljónum til hagsmunamála barna frá stofnun, að því er segir í tilkynningu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.