Innlent

Myndband sýnir mikla vatnavexti í Kaldaklofskvísl

Kjartan Kjartansson skrifar
Maðurinn var einn í jeppanum þegar hann festi sig í Kaldaklofskvísl á Syðra-Fjallbaki í morgun.
Maðurinn var einn í jeppanum þegar hann festi sig í Kaldaklofskvísl á Syðra-Fjallbaki í morgun. Landsbjörg

Miklar vatnavextir eru nú í ám á hálendinu vegna rigninga. Myndband frá Landsbjörg sýnir glöggt ástandið í Kaldaklofskvísl við Hvanngil þar sem bjarga þurfti ökumanni jeppa sem festa sig í ánni í morgun.

Erlendur ferðamaður beið á þaki jeppans úti í miðri ánni í um tvær klukkustundir á meðan hann beið björgunar. Bíllinn var byrjaður að grafast niður því mátti ekki tæpara standa að bjarga manninum. Maðurinn var orðinn nokkuð kaldur og hrakinn.

Landsbjörg birti nú síðdegis myndband af ánni þegar björgunarsveitarfólk vann að því að koma manninum til bjargar.

Margar ár á hálendinu eru nú illfærar og jafnvel ófærar óbreyttum jeppum vegna vatnavaxtanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×