Innlent

Áfram „sæmilega hófleg“ rigning

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Haustveður í Reykjavík
Haustveður í Reykjavík Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Veðrið sem varað var við í nótt fer nú að ganga niður en gular storm- og rigningarviðvaranir eru í gildi á Suðausturlandi fram eftir morgni. Vindur blæs nokkuð hraustlega úr austri í fyrstu, einkum suðaustanlands, en snýst smám saman í heldur hægari suðlægar áttir.

Þó rignir áfram nokkuð hressilega um austanvert landið fram undir hádegi en annars má búast við sæmilega hóflegri rigningu með köflum í flestum landshlutum í dag, síst þó um landið norðaustanvert. Seinnipartinn hlýnar norðan heiða þar sem búist er við að hiti nái um 16 stigum. Sunnanlands verður áfram heldur svalt.

Næstu daga er útlit fyrir bitlausar suðlægar áttir og vætu hér og þar, en þurrt og bjart með köflum á Norðausturlandi og nokkuð hlýtt í veðri þar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag: 

Suðlæg átt 5-13 m/s, hvassast suðvestantil. Dálítil væta með köflum og hiti 8 til 12 stig, en þurrt að mestu og bjart norðaustanlands með hita á bilinu 12 til 17 stig.

Á föstudag:

Fremur hæg breytileg átt. Dálítil væta vestantil, annars skýjað að mestu, en þurrt. Hiti víða 8 til 15 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á laugardag: 

Vestlæg átt, 3-10. Allvíða skúrir, einkum síðdegis, en þurrt að kalla austanlands. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:

Útlit fyrir suðlægar áttir með rigningu sunnan- og vestantil, annars þurrt og bjart með köflum. Hlýnandi veður norðan heiða, en heldur svalt syðra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×