Steindautt í hvalaskoðun þar til Íslendingar fóru að mæta Kristján Már Unnarsson skrifar 2. ágúst 2020 22:38 Aðalsteinn Svan Hjelm, markaðsstjóri Hvalaskoðunar á Hauganesi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. Þetta koma fram í fréttum Stöðvar 2. Hauganes er hundrað manna þorp á Árskógsströnd um þrjátíu kílómetra norðan Akureyrar og þar var búin að vera hröð uppsveifla í hvalaskoðun, með tólf manns í vinnu, allt þar til covid skall á. „Þetta er ekki svipur hjá sjón miðað við hvernig þetta hefur verið. En við erum fullir bjartsýni,“ segir Aðalsteinn Svan Hjelm, markaðsstjóri Hvalaskoðunar á Hauganesi. „Við erum náttúrlega búnir að afbóka alveg helling, nánast allt sem átti að koma í ár. En mér heyrist á flestum að þeir muni koma á næsta ári. Þannig að uppsveiflan heldur bara áfram um leið og covid hverfur.“ Frá Hauganesi á Árskógsströnd. Hvalaskoðunarbátarnir við bryggju.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hér þakka menn ríkisstjórninni fyrir ferðaávísunina. „Hún hefur slegið í gegn. Við erum að bjóða ferð fyrir ígildi einnar ávísunar hjá okkur. Þannig að það hefur gengið svona rosalega vel,“ segir Aðalsteinn en tekið skal fram að viðtalið var tekið áður en nýjustu samkomutakmarkanir vegna covid voru settar á í vikunni. Mars, apríl og maí voru nánast steindauðir, í júní náðu þeir fjórðungi gestafjöldans miðað við síðasta ár og vonast til að júlímánuður fari í 40 prósent miðað við í fyrra. Íslendingar eru farnir að meta hvalaskoðun. „Kannski sextíu prósent af okkar gestum núna eru Íslendingar,“ segir Aðalsteinn. Undanfarin ár hafi Íslendingar kannski verið þrjú prósent. Sveinn í Kálfskinni við höfnina á Hauganesi. Hvalaskoðunarbátarnir í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Margir halda að hvalaskoðun hafi byrjað á Húsavík. Þeir á Hauganesi segjast þó hafa verið fyrstir. Sveinn Jónsson, fyrrverandi oddviti Árskógsstrandarhrepps, áður bóndi í Kálfskinni, segir að enskur ferðafrömuður hafi bent þeim á tækifærið fyrir þremur áratugum. „Og hann segir: Af hverju sýnið þið ekki hvalina? Svo ég fer hér til sjómanna, bræðra sem voru duglegir sjómenn hér á Hauganesi, og spyr hvort þeir vilji prófa þetta að sýna ferðafólki hvali,“ segir Sveinn í Kálfskinni. „Sem verður á endanum til þess að við hefjum skipulagða hvalaskoðun hér með hópa árið ´93. Þá hefst ævintýrið,“ segir Aðalsteinn en tekur fram að Húsvíkingar hafi þó staðið sig vel í markaðssetningu. „Þeir eiga heiður skilinn fyrir vel unnin störf þar. En við erum elstir,“ segir Aðalsteinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalvíkurbyggð Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. Þetta koma fram í fréttum Stöðvar 2. Hauganes er hundrað manna þorp á Árskógsströnd um þrjátíu kílómetra norðan Akureyrar og þar var búin að vera hröð uppsveifla í hvalaskoðun, með tólf manns í vinnu, allt þar til covid skall á. „Þetta er ekki svipur hjá sjón miðað við hvernig þetta hefur verið. En við erum fullir bjartsýni,“ segir Aðalsteinn Svan Hjelm, markaðsstjóri Hvalaskoðunar á Hauganesi. „Við erum náttúrlega búnir að afbóka alveg helling, nánast allt sem átti að koma í ár. En mér heyrist á flestum að þeir muni koma á næsta ári. Þannig að uppsveiflan heldur bara áfram um leið og covid hverfur.“ Frá Hauganesi á Árskógsströnd. Hvalaskoðunarbátarnir við bryggju.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hér þakka menn ríkisstjórninni fyrir ferðaávísunina. „Hún hefur slegið í gegn. Við erum að bjóða ferð fyrir ígildi einnar ávísunar hjá okkur. Þannig að það hefur gengið svona rosalega vel,“ segir Aðalsteinn en tekið skal fram að viðtalið var tekið áður en nýjustu samkomutakmarkanir vegna covid voru settar á í vikunni. Mars, apríl og maí voru nánast steindauðir, í júní náðu þeir fjórðungi gestafjöldans miðað við síðasta ár og vonast til að júlímánuður fari í 40 prósent miðað við í fyrra. Íslendingar eru farnir að meta hvalaskoðun. „Kannski sextíu prósent af okkar gestum núna eru Íslendingar,“ segir Aðalsteinn. Undanfarin ár hafi Íslendingar kannski verið þrjú prósent. Sveinn í Kálfskinni við höfnina á Hauganesi. Hvalaskoðunarbátarnir í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Margir halda að hvalaskoðun hafi byrjað á Húsavík. Þeir á Hauganesi segjast þó hafa verið fyrstir. Sveinn Jónsson, fyrrverandi oddviti Árskógsstrandarhrepps, áður bóndi í Kálfskinni, segir að enskur ferðafrömuður hafi bent þeim á tækifærið fyrir þremur áratugum. „Og hann segir: Af hverju sýnið þið ekki hvalina? Svo ég fer hér til sjómanna, bræðra sem voru duglegir sjómenn hér á Hauganesi, og spyr hvort þeir vilji prófa þetta að sýna ferðafólki hvali,“ segir Sveinn í Kálfskinni. „Sem verður á endanum til þess að við hefjum skipulagða hvalaskoðun hér með hópa árið ´93. Þá hefst ævintýrið,“ segir Aðalsteinn en tekur fram að Húsvíkingar hafi þó staðið sig vel í markaðssetningu. „Þeir eiga heiður skilinn fyrir vel unnin störf þar. En við erum elstir,“ segir Aðalsteinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Dalvíkurbyggð Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira