Innlent

Þrettán innan­lands­smit í gær

Sylvía Hall skrifar
Fólki í sóttkví fjölgar um 115.
Fólki í sóttkví fjölgar um 115. Vísir/vilhelm

Þrettán greindust með kórónuveiruna á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og einn við landamæraskimun. Sá sem greindist við landamærin bíður nú eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu.

Því eru 72 í einangrun eins og er samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Fólki í sóttkví fjölgar um 115 og eru því 569 í sóttkví í dag en í gær voru 454.

Einn liggur á sjúkrahúsi vegna Covid-19 en viðkomandi er ekki á gjörgæslu.

Töluverður fjöldi sýna var tekinn í gær: 555 hjá Íslenskri erfðagreiningu, 271 á sýkla- og veirufræðideild og 2.362 í landamæraskimun.

Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 14 í dag þar sem þau Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma D. Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fara yfir stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum hér á landi.

Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.