Innlent

Bensín­stöðvar­heim­sókn í Breið­holtið bar á­vöxt

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Vinningurinn hljóðaði upp á meira en 32 milljónir króna.
Vinningurinn hljóðaði upp á meira en 32 milljónir króna. vísir/vilhelm

Einn var með allar tölur réttar í lottóútrdætti kvöldsins. Fyrsti vinningur gekk því út en hann nemur rúmlega 32 milljónum króna. Vinningsmiðinn var keyptur á stöð N1 í Skógarseli í Breiðholti í Reykjavík.

Þá voru þrír miðahafar sem hrepptu annan vinning, og fær hver þeirra tæpar 196 þúsund krónur í sinn hlut. Þeir miðar voru seldir á N1 Hringbraut, í Krambúðinni í Firði og á lotto.is.

Tíu manns voru þá með fjórar tölur í jókernum réttar og fær hver vinningshafi 100 þúsund krónur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×