Fótbolti

Brást illa við spurningu um markaþurrð PSG

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þjóðverjinn á blaðamannafundinum eftir leikinn í gær.
Þjóðverjinn á blaðamannafundinum eftir leikinn í gær. vísir/getty

Þjóðverjanum Thomas Tuchel virtist ekki skemmt á blaðamannafundi PSG eftir sigurinn í franska deildarbikarnum í gærkvöldi.

Eftir markalaust jafntefli gegn Lyon í franska deildarbikarnum var Tuchel spurður út í það hvort að það væri áhyggjuefni að liðið hefur einungis skorað eitt mark á síðustu 270 mínútum.

„Hvað er málið? Já við erum heppnir. Þið getið skrifað það. Það er það eina. Við erum heppnir. Enginn gæði. Bara heppni,“ sagði sá þýski í kaldhæðnum tón.

„Þetta er fótbolti. Þetta er fótbolti. Þetta er bara fótbolti. Munið þið hvernig leikur Liverpool og Barcelona fór í Barcelona? Hvernig þeir spiluðu þar? Þeir unnu svo Meistaradeildina.“

„Segið mér eitthvað lið sem skorar fjögur eða fimm mörk í hverjum leik. Það er ekki hægt. Það er ekkert vandamál. Við unnum. Ég er ekki að fara biðjast afsökunar á markasögunni okkar að undanförnu.“

PSG er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Atalanta.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.