„Rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu“ hafa slegið í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. ágúst 2020 19:50 Sigrún Erna, rúgbrauðmeistari Reykholts í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu“, eru rúgbrauð, sem slegið hafa í gegn í Reykholti í Biskupstungum í sumar en rúgbrauðin eru bökuð í Reykholtshver og borðuð með þykku lagi af smjöri. Sælkeragöngur í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð í sumar hafa slegið algjörlega í gegn en boðið hefur verið upp á göngurnar á hverjum föstudegi frá 11:00 til 13:00 . Herdís Friðriksdóttir hefur séð um göngurnar og miðlað skemmtilegum fróðleik um svæðið. „Til þess að lokka fólk inn þá þarf að gefa því eitthvað að borða þess vegna fáum við aðeins að smakka, það er svo skemmtilegt,“ segir Herdís. Herdís Friðriksdóttir hefur stýrt göngunum í sumar. Hér er hún með nokkrum þátttakendum að spá í nöfnin á fjöllunum í uppsveitum ÁrnessýsluMagnús Hlynur Hreiðarsson. Þeir sem hafa tekið þátt í göngunum hafa fengið að smakka af heimagerðu konfekti frá veitingastaðnum Mika og grænmeti og berum frá garðyrkjubændum. Þá hafa rúgbrauð, sem bökuðu eru í hvernum í Reykholti vakið mikla lukku hjá göngugestum en það er rúgbrauðsmeistari Reykholts, Sigrún Erna, sem á heiðurinn af bakstrinum en hún bakar brauðin undir merkjunum; „Rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu“. „Galdurinn við gott rúgbrauð er að það sé nógu klístrað þegar þú borðar það þannig að það sitji svolítið vel í munninum á eftir en hráefnið er náttúrulega bara íslensk súrmjólk, púðursykur og hitt er leyndarmál,“ segir Sigrún Erna og hlær. Hún segir frábært að baka brauðið úr hvernum. „Já, þetta er forréttindi að fá að vera hérna og nota þennan pott, þetta er glænýr pottur, sem var gerður fyrir okkur í fyrra og síðan ég flutti í sveitina aftur fyrir sex árum síðan þá byrjaði ég að baka brauð eftir uppskrift frá mömmu, sem hún fékk uppskriftina frá konu hér í sveitinni þannig að þetta er bara sveitarúgbrauð.“ Síðustu sælkeragöngur sumarsins verða farnar næstu tvo föstudaga, 7. og 14. ágúst og hefjast þær klukkan 11:00 við veitingastaðinn Mika í Reykholti. Þeir hundruð gesta sem hafa tekið þátt í sælkeragöngunum í sumar hafa hámað í sig rúgbrauðin frá Sigrúnu Ernu.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð Menning Matur Bakarí Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu“, eru rúgbrauð, sem slegið hafa í gegn í Reykholti í Biskupstungum í sumar en rúgbrauðin eru bökuð í Reykholtshver og borðuð með þykku lagi af smjöri. Sælkeragöngur í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð í sumar hafa slegið algjörlega í gegn en boðið hefur verið upp á göngurnar á hverjum föstudegi frá 11:00 til 13:00 . Herdís Friðriksdóttir hefur séð um göngurnar og miðlað skemmtilegum fróðleik um svæðið. „Til þess að lokka fólk inn þá þarf að gefa því eitthvað að borða þess vegna fáum við aðeins að smakka, það er svo skemmtilegt,“ segir Herdís. Herdís Friðriksdóttir hefur stýrt göngunum í sumar. Hér er hún með nokkrum þátttakendum að spá í nöfnin á fjöllunum í uppsveitum ÁrnessýsluMagnús Hlynur Hreiðarsson. Þeir sem hafa tekið þátt í göngunum hafa fengið að smakka af heimagerðu konfekti frá veitingastaðnum Mika og grænmeti og berum frá garðyrkjubændum. Þá hafa rúgbrauð, sem bökuðu eru í hvernum í Reykholti vakið mikla lukku hjá göngugestum en það er rúgbrauðsmeistari Reykholts, Sigrún Erna, sem á heiðurinn af bakstrinum en hún bakar brauðin undir merkjunum; „Rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu“. „Galdurinn við gott rúgbrauð er að það sé nógu klístrað þegar þú borðar það þannig að það sitji svolítið vel í munninum á eftir en hráefnið er náttúrulega bara íslensk súrmjólk, púðursykur og hitt er leyndarmál,“ segir Sigrún Erna og hlær. Hún segir frábært að baka brauðið úr hvernum. „Já, þetta er forréttindi að fá að vera hérna og nota þennan pott, þetta er glænýr pottur, sem var gerður fyrir okkur í fyrra og síðan ég flutti í sveitina aftur fyrir sex árum síðan þá byrjaði ég að baka brauð eftir uppskrift frá mömmu, sem hún fékk uppskriftina frá konu hér í sveitinni þannig að þetta er bara sveitarúgbrauð.“ Síðustu sælkeragöngur sumarsins verða farnar næstu tvo föstudaga, 7. og 14. ágúst og hefjast þær klukkan 11:00 við veitingastaðinn Mika í Reykholti. Þeir hundruð gesta sem hafa tekið þátt í sælkeragöngunum í sumar hafa hámað í sig rúgbrauðin frá Sigrúnu Ernu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Bláskógabyggð Menning Matur Bakarí Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira