Ekki útlit fyrir útbreitt samfélagslegt smit Sylvía Hall skrifar 1. ágúst 2020 14:21 Frá upplýsingafundi í dag. Vísir/Einar Fimm hundruð sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og reyndust sjö vera jákvæð. Virk smit eru því 58 hér á landi og eru 454 í sóttkví. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segir helstu áskoranirnar vera tvær hópsýkingar sem hafa komið upp í samfélaginu undanfarna daga og það sé viðbúið að fleiri greinist með veiruna á næstu dögum. Að sögn Þórólfs er útlit fyrir að heilbrigðisyfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunum þó ekki hafi tekist að rekja nokkur smit. Þrátt fyrir að fleiri einstaklingar hafi greinst með veiruna undanfarna daga virðist samfélagslegt smit ekki vera útbreitt. Það væri þó mikilvægt að fólk færi varlega. „Við erum ekki alveg búin að ná tökum á þessu enn þá," sagði Þórólfur. Einn liggur á spítala vegna kórónuveirusmits og er það fyrsta spítalainnlögnin frá því um miðjan maí. Búist er við því að það taki um eina til tvær vikur að sjá árangur þeirra aðgerða sem tóku gildi á hádegi í gær. Með nýjum reglum er hámarksfjöldi samkoma hundrað manns og tveggja metra reglan svokallaða orðin að reglu á ný, en hún hafði verið viðmið undanfarnar vikur. Þórólfur benti á að með haustinu koma upp fleiri veirusýkingar en það þyrfti þó að fara varlega. Alma Möller landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að hafa lágan þröskuld fyrir sýnatöku og hleypa þannig fleirum að. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar hætti að leita að sökudólgum í faraldrinum Umsjónarmaður farsóttarhúsa hvetur Íslendinga til að hætta að leita sökudólgum í faraldrinum 1. ágúst 2020 12:23 Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06 Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins við Katrínartún. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 1. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Fimm hundruð sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og reyndust sjö vera jákvæð. Virk smit eru því 58 hér á landi og eru 454 í sóttkví. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segir helstu áskoranirnar vera tvær hópsýkingar sem hafa komið upp í samfélaginu undanfarna daga og það sé viðbúið að fleiri greinist með veiruna á næstu dögum. Að sögn Þórólfs er útlit fyrir að heilbrigðisyfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunum þó ekki hafi tekist að rekja nokkur smit. Þrátt fyrir að fleiri einstaklingar hafi greinst með veiruna undanfarna daga virðist samfélagslegt smit ekki vera útbreitt. Það væri þó mikilvægt að fólk færi varlega. „Við erum ekki alveg búin að ná tökum á þessu enn þá," sagði Þórólfur. Einn liggur á spítala vegna kórónuveirusmits og er það fyrsta spítalainnlögnin frá því um miðjan maí. Búist er við því að það taki um eina til tvær vikur að sjá árangur þeirra aðgerða sem tóku gildi á hádegi í gær. Með nýjum reglum er hámarksfjöldi samkoma hundrað manns og tveggja metra reglan svokallaða orðin að reglu á ný, en hún hafði verið viðmið undanfarnar vikur. Þórólfur benti á að með haustinu koma upp fleiri veirusýkingar en það þyrfti þó að fara varlega. Alma Möller landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að hafa lágan þröskuld fyrir sýnatöku og hleypa þannig fleirum að.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar hætti að leita að sökudólgum í faraldrinum Umsjónarmaður farsóttarhúsa hvetur Íslendinga til að hætta að leita sökudólgum í faraldrinum 1. ágúst 2020 12:23 Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06 Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins við Katrínartún. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 1. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Íslendingar hætti að leita að sökudólgum í faraldrinum Umsjónarmaður farsóttarhúsa hvetur Íslendinga til að hætta að leita sökudólgum í faraldrinum 1. ágúst 2020 12:23
Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06
Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins við Katrínartún. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. 1. ágúst 2020 13:30