Strætó ekki skylt að hafa grímuskyldu Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2020 19:53 Í minnisblaði sóttvarnalæknis stóð að grímuskyldan ætti við um almenningssamgöngur þar sem ekki væri hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð. Vísir/Vilhelm Grímuskylda sem kveðið er á um í minnisblaði sóttvarnalæknis í tengslum við almenningssamgöngur á ekki við um Strætó. Þetta sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í kvöldfréttum RÚV og bætti við að áherslan væri frekar á innanlandsflug og ferjur þar sem fólk væri í sama rými í lengri tíma. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við fréttastofu að Strætó falli ekki undir reglurnar. Reglurnar um grímunotkun séu í smíðum og verði tilbúnar í fyrramálið. Í tillögum sóttvarnalæknis, sem samþykktar voru af heilbrigðisráðherra og taka gildi í hádeginu á morgun segir: „Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga með fjöldatakmörkun verði krafist notkunar andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s. hárgreiðslustofur og nuddstofur.“ Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir fyrirtækið hafa litið svo á að reglurnar ættu einnig við um farþegaflutninga í strætisvögnum. „Við lásum þessi fyrirmæli eins og aðrir í þjóðfélaginu og þar stóð almenningssamgöngur, ferjur og flug. Við miðuðum okkar fyrirmæli við það og svo erum við að heyra eitthvað annað núna. Við þurfum bara að taka stöðuna á því á morgun,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. „Það eru í sjálfu sér engar aðrar almenningssamgöngur en Strætó svo það er erfitt að taka því öðruvísi.“ Hann býst við því að stjórnendur Strætó taki stöðuna á morgun og ræði málin. Þeir hafi heyrt „allskonar útfærslur“ en þurfi að fá þetta á hreint. Nýtingin hafi aukist verulega hjá Strætó og farþegafjöldi sé um 30 þúsund manns á dag. „Ég held það sé bara til að auka öryggið að hafa grímu,“ segir Jóhannes um málið. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum var lagt upp með að Strætó yrði undanþegin grímuskyldu þar sem um styttri ferðir væri að ræða. Þeim væri þó velkomið að hafa grímuskyldu ef þeir kjósa það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Grímuskylda sem kveðið er á um í minnisblaði sóttvarnalæknis í tengslum við almenningssamgöngur á ekki við um Strætó. Þetta sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í kvöldfréttum RÚV og bætti við að áherslan væri frekar á innanlandsflug og ferjur þar sem fólk væri í sama rými í lengri tíma. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við fréttastofu að Strætó falli ekki undir reglurnar. Reglurnar um grímunotkun séu í smíðum og verði tilbúnar í fyrramálið. Í tillögum sóttvarnalæknis, sem samþykktar voru af heilbrigðisráðherra og taka gildi í hádeginu á morgun segir: „Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga með fjöldatakmörkun verði krafist notkunar andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s. hárgreiðslustofur og nuddstofur.“ Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir fyrirtækið hafa litið svo á að reglurnar ættu einnig við um farþegaflutninga í strætisvögnum. „Við lásum þessi fyrirmæli eins og aðrir í þjóðfélaginu og þar stóð almenningssamgöngur, ferjur og flug. Við miðuðum okkar fyrirmæli við það og svo erum við að heyra eitthvað annað núna. Við þurfum bara að taka stöðuna á því á morgun,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. „Það eru í sjálfu sér engar aðrar almenningssamgöngur en Strætó svo það er erfitt að taka því öðruvísi.“ Hann býst við því að stjórnendur Strætó taki stöðuna á morgun og ræði málin. Þeir hafi heyrt „allskonar útfærslur“ en þurfi að fá þetta á hreint. Nýtingin hafi aukist verulega hjá Strætó og farþegafjöldi sé um 30 þúsund manns á dag. „Ég held það sé bara til að auka öryggið að hafa grímu,“ segir Jóhannes um málið. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum var lagt upp með að Strætó yrði undanþegin grímuskyldu þar sem um styttri ferðir væri að ræða. Þeim væri þó velkomið að hafa grímuskyldu ef þeir kjósa það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39
Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09