Innlent

Við­búnaðar­stig al­manna­varna ekki hækkað að svo stöddu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm

Fundi dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og allra lögreglustjóra í landinu lauk á öðrum tímanum í dag. Á fundinum var metið hvort tilefni væri til þess að hækka viðbúnaðarstig almannavarna. Niðurstaðan var sú að viðbúnaðarstigið verður ekki hækkað að svo stöddu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. Þar segir að staðan verði endurmetin við breyttar aðstæður.

Í dag tilkynnti heilbrigðisráðherra um hertar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins. Frá og með hádegi á morgun, 31. júlí, mega 100 manns eða færri koma saman. Allt að 500 manns hafa mátt koma saman frá því að síðustu tilslakanir á samkomutakmörkunum voru kynntar.

Auk hertra samkomutakmarkana verður tveggja metra reglan endurvakin, í þeim skilningi að hún verður skyldubundin en ekki valkvæð, eins og hún hefur verið upp á síðkastið. Þá verður skylda að bera grímu í almennum rýmum þar sem ekki verður hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli manna.


Tengdar fréttir

Þau sem dvelja hér til lengri tíma mesta á­skorunin

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir eina helstu áskorunina í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi séu Íslendingar sem komi erlendis frá og aðrir sem komi hingað til lands til þess að dveljast hér í lengri tíma.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×