Nýta helgina til að undirbúa sig undir samkomubannið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2020 23:28 Starfsmenn Krónunnar nýta nú helgina til að undirbúa sig undir samkomubann sem hefst á mánudag. Starfsmenn munu sjá til þess að ekki sé minna en tveggja metra bil á milli viðskiptavina í biðröðum auk þess sem passað verður upp á að aldrei fleiri en hundrað verði inni í einu. Á mánudaginn hefst fjögurra vikna samkomubann og miðast bannið við hundrað manna samkomur. Þurfa hin ýmsu fyrirtæki að gera ráðstafanir. Þar á meðal matvöruverslanir en Krónan hefur nýtt helgina til undirbúnings. „Við erum að undirbúa okkur undir mánudaginn. Það eru tilmæli um að það megi ekki koma fleiri en hundrað manns inn í verslun í einu og við munum byrja að telja inn strax á mánudag. við eigum ekki von á því að þurfa að hleypa inn í hollum það er svona helst í stærri verslunum okkar á háannatíma sem það gæti komið til,“ sagði Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar. Búið er að koma upp handspritti við inngang verslana auk plasthanska fyrir viðskiptavini. „Allir okkar ferlar taka mið af tilmælum almannavarna þannig við erum núna búin að auka þrif gríðarlega. Við erum að þrífa alla snertifleti mjög oft. Sjálfsafgreiðslukassar eru þrifnir á hálftíma fresti og svo erum við að bjóða viðskiptavinum okkar upp á spritt og hanska við inngang og útgang og mælumst til þess að fólk noti þá,“ sagði Hjördís. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að setja lausar vörur í plast til að stemma stigum við smithættu. „Opnunartíminn okkar er mjög rúmur. Í mörgun verslunum opnar klukkan 9 og er opið til 21. Verslanir okkar eru mjög rúmar og það auðveldar viðskiptavinum að halda fjarlægð og við mælumst til að þeir haldi tveggja metra fjarlægð,“ sagði Hjördís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fór ég suður fer fram þrátt fyrir samkomubann: „Ekki koma samt“ Forsvarsmenn vestfirsku tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður ætla að halda ótrauð áfram þrátt fyrir samkomubann. Hátíðin verður haldin en þó með breyttu sniði. 14. mars 2020 18:48 Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56 Talið inn í búðirnar og út úr þeim Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. 13. mars 2020 14:26 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Starfsmenn Krónunnar nýta nú helgina til að undirbúa sig undir samkomubann sem hefst á mánudag. Starfsmenn munu sjá til þess að ekki sé minna en tveggja metra bil á milli viðskiptavina í biðröðum auk þess sem passað verður upp á að aldrei fleiri en hundrað verði inni í einu. Á mánudaginn hefst fjögurra vikna samkomubann og miðast bannið við hundrað manna samkomur. Þurfa hin ýmsu fyrirtæki að gera ráðstafanir. Þar á meðal matvöruverslanir en Krónan hefur nýtt helgina til undirbúnings. „Við erum að undirbúa okkur undir mánudaginn. Það eru tilmæli um að það megi ekki koma fleiri en hundrað manns inn í verslun í einu og við munum byrja að telja inn strax á mánudag. við eigum ekki von á því að þurfa að hleypa inn í hollum það er svona helst í stærri verslunum okkar á háannatíma sem það gæti komið til,“ sagði Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar. Búið er að koma upp handspritti við inngang verslana auk plasthanska fyrir viðskiptavini. „Allir okkar ferlar taka mið af tilmælum almannavarna þannig við erum núna búin að auka þrif gríðarlega. Við erum að þrífa alla snertifleti mjög oft. Sjálfsafgreiðslukassar eru þrifnir á hálftíma fresti og svo erum við að bjóða viðskiptavinum okkar upp á spritt og hanska við inngang og útgang og mælumst til þess að fólk noti þá,“ sagði Hjördís. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að setja lausar vörur í plast til að stemma stigum við smithættu. „Opnunartíminn okkar er mjög rúmur. Í mörgun verslunum opnar klukkan 9 og er opið til 21. Verslanir okkar eru mjög rúmar og það auðveldar viðskiptavinum að halda fjarlægð og við mælumst til að þeir haldi tveggja metra fjarlægð,“ sagði Hjördís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fór ég suður fer fram þrátt fyrir samkomubann: „Ekki koma samt“ Forsvarsmenn vestfirsku tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður ætla að halda ótrauð áfram þrátt fyrir samkomubann. Hátíðin verður haldin en þó með breyttu sniði. 14. mars 2020 18:48 Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56 Talið inn í búðirnar og út úr þeim Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. 13. mars 2020 14:26 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Aldrei fór ég suður fer fram þrátt fyrir samkomubann: „Ekki koma samt“ Forsvarsmenn vestfirsku tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður ætla að halda ótrauð áfram þrátt fyrir samkomubann. Hátíðin verður haldin en þó með breyttu sniði. 14. mars 2020 18:48
Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56
Talið inn í búðirnar og út úr þeim Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. 13. mars 2020 14:26