Aldrei fór ég suður fer fram þrátt fyrir samkomubann: „Ekki koma samt“ Andri Eysteinsson skrifar 14. mars 2020 18:48 Tónlistarhátíðin hefur hingað til farið fram fyrir fullu húsi á Ísafirði. Vísir/Egill A Forsvarsmenn tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður ætla ekki að aflýsa hátíðinni í ár þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Hátíðin, sem haldin hefur verið undanfarin ár á Ísafirði, verður þó með breyttu sniði vegna samkomubanns sem lagt hefur verið á landsmenn. Bannað verður að mæta á hátíðina. Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar segir viðbrögðin við nýju fyrirkomulagi hafa mælst vel fyrir hjá þeim tónlistarmönnum sem boðað höfðu komu sína. „Flest atriðin sem við höfðum bókað á hátíðina tóku afskaplega vel í þetta erindi, að reyna að halda tempóinu og gera tónleikadagskrá sem við myndum skila af okkur inn í stofu landsmanna. En þetta verður bara einn dagur í stað tveggja eins og við höfum haft þetta síðustu árin. sagði Kristján. Sjá einnig: Aldrei fleiri á Aldrei fór ég suður Aldrei fór ég suður verður því haldin laugardaginn 11. apríl, án áhorfenda. Tónleikastaðir verða tveir, annars vegar vestur á Ísafirði og hins vegar í Reykjavík og verður öllum herlegheitunum streymt heim í stofu, landsmönnum að kostnaðarlausu. „Við munum streyma þessu, að kostnaðarlausu, á netinu. Við urðum að taka ákvörðun þar sem að það er svo mikið spurt og mikið af skilaboðum og þess vegna sendum við út þessa yfirlýsingu um að við ætlum að halda okkar striki. Nánari útlistun á framkvæmdinni verður bara kynnt þegar kemur að henni, en þetta er uppleggið,“ sagði Kristján. Kristján segir að vegna breytinganna muni hvert atriði spila skemur en ef hægt yrði að halda hátíðina í óbreyttri mynd. „Í stað þess að vera að færa til ákváðum við að gera þetta svona,“ sagði Kristján rokkstjóri Aldrei fór ég suður. Ísafjarðarbær Aldrei fór ég suður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Forsvarsmenn tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður ætla ekki að aflýsa hátíðinni í ár þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Hátíðin, sem haldin hefur verið undanfarin ár á Ísafirði, verður þó með breyttu sniði vegna samkomubanns sem lagt hefur verið á landsmenn. Bannað verður að mæta á hátíðina. Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar segir viðbrögðin við nýju fyrirkomulagi hafa mælst vel fyrir hjá þeim tónlistarmönnum sem boðað höfðu komu sína. „Flest atriðin sem við höfðum bókað á hátíðina tóku afskaplega vel í þetta erindi, að reyna að halda tempóinu og gera tónleikadagskrá sem við myndum skila af okkur inn í stofu landsmanna. En þetta verður bara einn dagur í stað tveggja eins og við höfum haft þetta síðustu árin. sagði Kristján. Sjá einnig: Aldrei fleiri á Aldrei fór ég suður Aldrei fór ég suður verður því haldin laugardaginn 11. apríl, án áhorfenda. Tónleikastaðir verða tveir, annars vegar vestur á Ísafirði og hins vegar í Reykjavík og verður öllum herlegheitunum streymt heim í stofu, landsmönnum að kostnaðarlausu. „Við munum streyma þessu, að kostnaðarlausu, á netinu. Við urðum að taka ákvörðun þar sem að það er svo mikið spurt og mikið af skilaboðum og þess vegna sendum við út þessa yfirlýsingu um að við ætlum að halda okkar striki. Nánari útlistun á framkvæmdinni verður bara kynnt þegar kemur að henni, en þetta er uppleggið,“ sagði Kristján. Kristján segir að vegna breytinganna muni hvert atriði spila skemur en ef hægt yrði að halda hátíðina í óbreyttri mynd. „Í stað þess að vera að færa til ákváðum við að gera þetta svona,“ sagði Kristján rokkstjóri Aldrei fór ég suður.
Ísafjarðarbær Aldrei fór ég suður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira