Hélt líflátshótunum áfram eftir árás á lögmannsstofu Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2020 11:14 Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms. Vísir/vilhelm Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni til 18. ágúst næstkomandi. Maðurinn er m.a. grunaður um hótanir gegn tveimur lögmönnum en rúmum mánuði áður hafði hann ruðst inn á lögmannsstofu í Reykjavík og tekið lögmann þar hálstaki. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. júlí segir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi til rannsóknar hótanir mannsins gegn tveimur lögmönnum sem hafi starfað fyrir hann. Þá eru málavextir raktir en daginn áður, 20. júlí, hringdi annar lögmannanna í neyðarlínu og óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna hótana frá skjólstæðingi sínum. Stuttu síðar var maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa á Hverfisgötu. „Á leiðinni á Hverfisgötu hafi kærði sagt við lögreglumenn að þessir menn væru réttdræpir, hann kvæðist ætla að finna þá og drepa þá,“ segir í úrskurði. Þá er haft eftir aðstoðarsaksóknara í úrskurðinum að rætt hafi verið við annan lögmanninn sem sagðist hafa verið í bænum þegar hann hafi fengið þrjú sms frá manninum. Í því fyrsta hafi staðið „Ég er á leiðinni heim til þín“ og í síðasta hafi staðið „Ég vil að þú verður viðstaddur þegar ég drep börnin þín“. Hinn lögmaðurinn lýsti einnig líflátshótunum í sinn garð af hálfu mannsins. Maðurinn hafi játað að hafa sent umrædd skilaboð og hótað lögmönnunum. Alvarlegar hótanir gagnvart barnsmóður Þá eru rakin brot sem maðurinn er grunaður um að hafa framið á undanförnum vikum og mánuðum. Fyrst eru taldar alvarlegar hótanir og líkamsárás af hálfu ákærða er hann ruddist inn á lögmannsstofu í Reykjavík 9. júní síðastliðinn. Þar hafi hann tekið lögmann kverkataki og hótað starfsfólki lífláti. Maðurinn er einnig grunaður um alvarlega líkamsárás á konu í maí, þar sem hann á að hafa slegið hana með hátalara í andlitið. Auk þess er hann grunaður um alvarlegar hótanir gagnvart barnsmóður sinni í nóvember og desember í fyrra en upptökur af „grófum hótunum“ eru sagðar liggja fyrir í málinu. Í þremur tilvikum sé að finna kynferðislega tilvísun. Maðurinn sæti nálgunarbanni gagnvart barnsmóður sinni. Í greinargerð kemur fram að með vísan til brotaferils mannsins á undanförnum vikum og mánuðum sé það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að kærði muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Var maðurinn þannig úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 18. ágúst. Landsréttur staðfesti svo þann úrskurð í gær. Dómsmál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni til 18. ágúst næstkomandi. Maðurinn er m.a. grunaður um hótanir gegn tveimur lögmönnum en rúmum mánuði áður hafði hann ruðst inn á lögmannsstofu í Reykjavík og tekið lögmann þar hálstaki. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. júlí segir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi til rannsóknar hótanir mannsins gegn tveimur lögmönnum sem hafi starfað fyrir hann. Þá eru málavextir raktir en daginn áður, 20. júlí, hringdi annar lögmannanna í neyðarlínu og óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna hótana frá skjólstæðingi sínum. Stuttu síðar var maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa á Hverfisgötu. „Á leiðinni á Hverfisgötu hafi kærði sagt við lögreglumenn að þessir menn væru réttdræpir, hann kvæðist ætla að finna þá og drepa þá,“ segir í úrskurði. Þá er haft eftir aðstoðarsaksóknara í úrskurðinum að rætt hafi verið við annan lögmanninn sem sagðist hafa verið í bænum þegar hann hafi fengið þrjú sms frá manninum. Í því fyrsta hafi staðið „Ég er á leiðinni heim til þín“ og í síðasta hafi staðið „Ég vil að þú verður viðstaddur þegar ég drep börnin þín“. Hinn lögmaðurinn lýsti einnig líflátshótunum í sinn garð af hálfu mannsins. Maðurinn hafi játað að hafa sent umrædd skilaboð og hótað lögmönnunum. Alvarlegar hótanir gagnvart barnsmóður Þá eru rakin brot sem maðurinn er grunaður um að hafa framið á undanförnum vikum og mánuðum. Fyrst eru taldar alvarlegar hótanir og líkamsárás af hálfu ákærða er hann ruddist inn á lögmannsstofu í Reykjavík 9. júní síðastliðinn. Þar hafi hann tekið lögmann kverkataki og hótað starfsfólki lífláti. Maðurinn er einnig grunaður um alvarlega líkamsárás á konu í maí, þar sem hann á að hafa slegið hana með hátalara í andlitið. Auk þess er hann grunaður um alvarlegar hótanir gagnvart barnsmóður sinni í nóvember og desember í fyrra en upptökur af „grófum hótunum“ eru sagðar liggja fyrir í málinu. Í þremur tilvikum sé að finna kynferðislega tilvísun. Maðurinn sæti nálgunarbanni gagnvart barnsmóður sinni. Í greinargerð kemur fram að með vísan til brotaferils mannsins á undanförnum vikum og mánuðum sé það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að kærði muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Var maðurinn þannig úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 18. ágúst. Landsréttur staðfesti svo þann úrskurð í gær.
Dómsmál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira