Hélt líflátshótunum áfram eftir árás á lögmannsstofu Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2020 11:14 Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms. Vísir/vilhelm Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni til 18. ágúst næstkomandi. Maðurinn er m.a. grunaður um hótanir gegn tveimur lögmönnum en rúmum mánuði áður hafði hann ruðst inn á lögmannsstofu í Reykjavík og tekið lögmann þar hálstaki. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. júlí segir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi til rannsóknar hótanir mannsins gegn tveimur lögmönnum sem hafi starfað fyrir hann. Þá eru málavextir raktir en daginn áður, 20. júlí, hringdi annar lögmannanna í neyðarlínu og óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna hótana frá skjólstæðingi sínum. Stuttu síðar var maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa á Hverfisgötu. „Á leiðinni á Hverfisgötu hafi kærði sagt við lögreglumenn að þessir menn væru réttdræpir, hann kvæðist ætla að finna þá og drepa þá,“ segir í úrskurði. Þá er haft eftir aðstoðarsaksóknara í úrskurðinum að rætt hafi verið við annan lögmanninn sem sagðist hafa verið í bænum þegar hann hafi fengið þrjú sms frá manninum. Í því fyrsta hafi staðið „Ég er á leiðinni heim til þín“ og í síðasta hafi staðið „Ég vil að þú verður viðstaddur þegar ég drep börnin þín“. Hinn lögmaðurinn lýsti einnig líflátshótunum í sinn garð af hálfu mannsins. Maðurinn hafi játað að hafa sent umrædd skilaboð og hótað lögmönnunum. Alvarlegar hótanir gagnvart barnsmóður Þá eru rakin brot sem maðurinn er grunaður um að hafa framið á undanförnum vikum og mánuðum. Fyrst eru taldar alvarlegar hótanir og líkamsárás af hálfu ákærða er hann ruddist inn á lögmannsstofu í Reykjavík 9. júní síðastliðinn. Þar hafi hann tekið lögmann kverkataki og hótað starfsfólki lífláti. Maðurinn er einnig grunaður um alvarlega líkamsárás á konu í maí, þar sem hann á að hafa slegið hana með hátalara í andlitið. Auk þess er hann grunaður um alvarlegar hótanir gagnvart barnsmóður sinni í nóvember og desember í fyrra en upptökur af „grófum hótunum“ eru sagðar liggja fyrir í málinu. Í þremur tilvikum sé að finna kynferðislega tilvísun. Maðurinn sæti nálgunarbanni gagnvart barnsmóður sinni. Í greinargerð kemur fram að með vísan til brotaferils mannsins á undanförnum vikum og mánuðum sé það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að kærði muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Var maðurinn þannig úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 18. ágúst. Landsréttur staðfesti svo þann úrskurð í gær. Dómsmál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni til 18. ágúst næstkomandi. Maðurinn er m.a. grunaður um hótanir gegn tveimur lögmönnum en rúmum mánuði áður hafði hann ruðst inn á lögmannsstofu í Reykjavík og tekið lögmann þar hálstaki. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. júlí segir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi til rannsóknar hótanir mannsins gegn tveimur lögmönnum sem hafi starfað fyrir hann. Þá eru málavextir raktir en daginn áður, 20. júlí, hringdi annar lögmannanna í neyðarlínu og óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna hótana frá skjólstæðingi sínum. Stuttu síðar var maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa á Hverfisgötu. „Á leiðinni á Hverfisgötu hafi kærði sagt við lögreglumenn að þessir menn væru réttdræpir, hann kvæðist ætla að finna þá og drepa þá,“ segir í úrskurði. Þá er haft eftir aðstoðarsaksóknara í úrskurðinum að rætt hafi verið við annan lögmanninn sem sagðist hafa verið í bænum þegar hann hafi fengið þrjú sms frá manninum. Í því fyrsta hafi staðið „Ég er á leiðinni heim til þín“ og í síðasta hafi staðið „Ég vil að þú verður viðstaddur þegar ég drep börnin þín“. Hinn lögmaðurinn lýsti einnig líflátshótunum í sinn garð af hálfu mannsins. Maðurinn hafi játað að hafa sent umrædd skilaboð og hótað lögmönnunum. Alvarlegar hótanir gagnvart barnsmóður Þá eru rakin brot sem maðurinn er grunaður um að hafa framið á undanförnum vikum og mánuðum. Fyrst eru taldar alvarlegar hótanir og líkamsárás af hálfu ákærða er hann ruddist inn á lögmannsstofu í Reykjavík 9. júní síðastliðinn. Þar hafi hann tekið lögmann kverkataki og hótað starfsfólki lífláti. Maðurinn er einnig grunaður um alvarlega líkamsárás á konu í maí, þar sem hann á að hafa slegið hana með hátalara í andlitið. Auk þess er hann grunaður um alvarlegar hótanir gagnvart barnsmóður sinni í nóvember og desember í fyrra en upptökur af „grófum hótunum“ eru sagðar liggja fyrir í málinu. Í þremur tilvikum sé að finna kynferðislega tilvísun. Maðurinn sæti nálgunarbanni gagnvart barnsmóður sinni. Í greinargerð kemur fram að með vísan til brotaferils mannsins á undanförnum vikum og mánuðum sé það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að kærði muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Var maðurinn þannig úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 18. ágúst. Landsréttur staðfesti svo þann úrskurð í gær.
Dómsmál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira