Innlent

Segja nýjar tillögur komnar á borð heilbrigðisráðherra

Andri Eysteinsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa
Sóttvarnalæknir hefur lagt fram tillögur sem komnar eru á borð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.
Sóttvarnalæknir hefur lagt fram tillögur sem komnar eru á borð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm

Heilbrigðisráðuneytinu hafa borist nýjar tillögur frá sóttvarnalækni er varða breyttar reglur á samkomutakmörkunum.

Þetta hefur mbl.is eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu sem fréttastofa hefur fengið staðfest. Tillögurnar varða þær breytingar sem taka áttu gildi eftir verslunarmannahelgi, en Svandís Svavarsdóttir hafði áður fallist á tillögu Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um að frá fjórða ágúst hækki viðmið vegna fjöldatakmarkana á samkomum úr fimm hundruð í þúsund.

Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar að til skoðunar sé hvort grípa þurfi til hertra aðgerða vegna fjölgunar innanlandssmita. Ekki fást upplýsingar að svo stöddu um það hvað felst í nýjum tillögum sóttvarnalæknis en tillögurnar verða ræddar á fundi ríkisstjórnar á morgun samkvæmt heimildum fréttastofu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×