Styrkur jarðhitagass í Múlakvísl geti farið yfir heilsumörk Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. júlí 2020 11:49 Jarðhitavatn sem kemur fram í Múlakvísl veldur aukinni rafleiðni í vatninu. Þá getur styrkur jarðhitagass farið yfir heilsuverndarmörk nálægt upptökum Múlakvíslar. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Jarðskjálfti 3,4 að stærð mældist í Mýrdalsjökli í morgunn. Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu í tvö ár. Náttúruvársérfræðingur varar við aukinni rafleiðni í Múlakvísl þar sem styrkur jarðhitagass getur farið yfir heilsuverndarmörk. Tveir jarðskjálftar urðu með stuttu millibili á áttunda tímanum í morgun um sex kílómetrum vestnorðvestur af Austmannsbungu í Mýrdalsjökli. Kristín Jónsdóttir er náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. „Sá fyrri var 2,8 og sá síðari 3,4. Svo í rauninni dregur mjög hratt úr þessari virkni, það koma nokkrir mjög litlir á eftir og svo hefur ekki meira gerst. En þessir skjálftar eru vestan við Austmannsbungu inni í Kötluöskjunni og þegar við skoðum virknina aftur í tímann þá er þetta alls ekki óvenjulegt að það mælist aukin skjálftavirkni á sumrin og síðsumars,“ segir Kristín. Síðari skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í Mýrdalsjökli síðan 2. ágúst 2018 en sá var 3,7 að stærð. Veðurstofunni hafa borist nokkrar tilkynningar frá fólki sem fann fyrir skjálftanum í morgun, meðal annars frá göngufólki á Fimmvörðuhálsi og þá fannst skjálftinn á Hvolsvelli. Kristín segir engin merki vera um gosóróa en ekki sé hægt að útiloka auknar líkur á hlaupi. „Það er ekki hægt að útiloka það að það geti komið fram meira vatn þarna undan jöklinum. En það er svo sem ekkert sem bendir til þess að neitt slíkt sé yfirvofandi núna,“ segir Kristín. „Það sem við sjáum samferða þessari virkni er að það er meira jarðhitavatn að koma fram í Múlakvísl og þetta veldur aukinni rafleiðni í vatninu sem við erum að mæla og einnig mælum við meira gas og það er kannski helst að benda fólki á það, sem er nálægt upptökum Múlakvíslar að ekki vera að staldra lengi við upptökin af því þar getur mengun og styrkur jarðhitagass farið yfir heilsumörk.“ Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Jarðskjálfti 3,4 að stærð mældist í Mýrdalsjökli í morgunn. Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu í tvö ár. Náttúruvársérfræðingur varar við aukinni rafleiðni í Múlakvísl þar sem styrkur jarðhitagass getur farið yfir heilsuverndarmörk. Tveir jarðskjálftar urðu með stuttu millibili á áttunda tímanum í morgun um sex kílómetrum vestnorðvestur af Austmannsbungu í Mýrdalsjökli. Kristín Jónsdóttir er náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. „Sá fyrri var 2,8 og sá síðari 3,4. Svo í rauninni dregur mjög hratt úr þessari virkni, það koma nokkrir mjög litlir á eftir og svo hefur ekki meira gerst. En þessir skjálftar eru vestan við Austmannsbungu inni í Kötluöskjunni og þegar við skoðum virknina aftur í tímann þá er þetta alls ekki óvenjulegt að það mælist aukin skjálftavirkni á sumrin og síðsumars,“ segir Kristín. Síðari skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í Mýrdalsjökli síðan 2. ágúst 2018 en sá var 3,7 að stærð. Veðurstofunni hafa borist nokkrar tilkynningar frá fólki sem fann fyrir skjálftanum í morgun, meðal annars frá göngufólki á Fimmvörðuhálsi og þá fannst skjálftinn á Hvolsvelli. Kristín segir engin merki vera um gosóróa en ekki sé hægt að útiloka auknar líkur á hlaupi. „Það er ekki hægt að útiloka það að það geti komið fram meira vatn þarna undan jöklinum. En það er svo sem ekkert sem bendir til þess að neitt slíkt sé yfirvofandi núna,“ segir Kristín. „Það sem við sjáum samferða þessari virkni er að það er meira jarðhitavatn að koma fram í Múlakvísl og þetta veldur aukinni rafleiðni í vatninu sem við erum að mæla og einnig mælum við meira gas og það er kannski helst að benda fólki á það, sem er nálægt upptökum Múlakvíslar að ekki vera að staldra lengi við upptökin af því þar getur mengun og styrkur jarðhitagass farið yfir heilsumörk.“
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira