Innlent

Fengu nýbakaðar kleinur og hresstust við

Andri Eysteinsson skrifar
Mikil þoka var á Ströndum í dag.
Mikil þoka var á Ströndum í dag. Aðsend

Björgunarsveitarmenn fundu göngufólkið, sem leitað hafði verið að á Trékyllisheiði við Búrfell, skömmu fyrir klukkan 17 í dag. Göngufólkið hafði verið á gangi í tvo daga og voru fjórir hópar björgunarsveitarfólks sendir af stað.

Fólkið fannst eins og áður segir um klukkan 17 og báru þau sig nokkuð vel en sökum mikillar úrkomu í dag voru þau blaut og köld. Fengu þau heitan drykk og kleinur hjá björgunarsveitarfólki og fóru með þeim til byggða.

Gista þau nú í Norðurfirði áður en að þau halda ferðalagi sínu áfram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×